- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
13

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

13

leiksoppur illra anda, allt andstreymi er kölska aö kenna eða
útsendurum hans púkum og galdramönnum, kúadauði og
horfellir, hafis og verzlunarokur, stórviðri og slysfarir,
ama-semi kvenna, sóttir og halastjörnur, allt þetta kemur frá
kölska einum, hann eitrar loptið og spillir sálu og líkama
mannsins,1 og hefir jafnan í fylgi með sér stórhópa af
djöflum og árum og er því von þó sálmaskáldið andvarpi og
segi: »Fer með fjölda sveita fjandinn ár og síð, heldur er
þungt að þreyta við þessa alla stríð«,2 enda er það aðalstarf
kölska að tæla menn til synda og rógbera þá síðan við guð,3
og þá er ekki gott að vita hvert mannskepnurnar eiga að
snúa sér. Þrír eru mannsins verstu óvinir holdið, heimurinn
og djöfullinn4 og er því fátækt og volæði mest
eptirsóknar-vert í heimi hér »því feitari búkur, því vesælli sál«.B

Eptir öll harmkvælin hér á jörðu fóru menn. sem lög
gera ráð fyrir, annaðhvort til himna eða vítis. flestir i hinn
seinna samastaðinn. Hvernig menn hafa hugsað sér himnaríki
sést á hinum alkunna sálmi: »eilíft lifið er æskilegt. ekki
neinn giptist þá«.6 Víti er þó miklu optar lýst og það opt
svo nákvæmlega, að menn skyldu halda, að höfundarnir hefðu
verið þar daglegir heimagangar; sérstakur ritlingur segir einna
nákvæmast frá vistarverunni hjá kölska, hann heitir: »Eirn
litill sermon um helvíti og kvalir þeirra fordæmdu* (Skálholti
1693). Til dæmis um skoðanir manna um eilífa pínu set eg

’) »Hætta er mest i heimi nú, sá heljar vargurinn skæði, veit snart
til dóms að vitjar þú. versnar hans ólma bræði, grefur upp galdraráð,
ef gæti hann lopt og láð eitrað allt í senn, einnig dýr og menn. nema
gæskan þín það græði.« Vísnabók 1748. bls. 73.

2) Vísnabók 1748. bls. 196.

3) »Tak þig í vakt, þú veslug sál, veiðarinn Satan byr þér tál,
umsitjandi hvað orka kann. ótal svikræði bruggar hann, fellir menn
fyrst í syndir sá. síðan rógber oss guði hjá«. Flokkabók 1780. bls. 380.

4) Sbr. »KIögun af þremur sálaróvinum hollde, heíme og djöfle«
eptir sira Magnús Ólafsson. Vísnabók 1748. bls. 222 — 225.

5) Jón Jónsson: Sigurhrósshugvekjur. Hólum 1797. bls. 141.

6) þar segir meðal annars: »útvöldum guðs svo gleðjist geð.
gestaboð mun tilreidt. klára vín, feiti. mergur með, mun þar til rétta
veitt, soddan veizlu vér sitjum að. sælir um eilíf ár og lofsyngjandi
þökkum það, þá verður gleðin klár«. Flokkabók. Hólum 1780. bls. 416.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0025.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free