- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
14

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

14

hér kafla ur ræöu eptir Jón biskup Vídalín: »Hversu ólíðanleg
mun þá verða hin eilífa guðs reiði, sem fyrir utan alla vægðar
von mun sálga fordæmdum mönnum og ekki afláta. Engin
pina, engin sótt eða sársauki kaun so mikill vera í þessum
heimi, að guðs bliða andlit, sem fyrir íbúð andans birtist
mæddri sál so sem i öðrum speigli og skuggsjón, fái það
ekki yfirgnæpt og eytt sorginni og sárindunum, þeim er
Iík-amanum tilfalla. En hvað er um slíkt að tala í þeim vellandi
kvalanna ofni, þar er ofan á óbærilegar pislir og plágur, ofan
á minning skamma og lasta, ofan á herfilegar djöflanna
ásýndir, ofan á allskonar innbyrðis háðungar fordæmdra á
milli, ofan á skelfilegar ógnanir og bölvuð bríxli, er ekkert
annað að nugsa til, en guðs grimmdar reiði, sem tapaðri sálu
ofbýður öllum ógnum fremur^1 Sálmar og andleg kvæði frá
17. öld eru full af útmálun píslanna í viti2 og keppist hver

’) Jón Yídalín: Líkræða yfir Gísla Magnússon. Hólum 1704 4°.
s) Til sönnunar því að þetta eru ekki ýkjur, set eg hér kafla úr

3 alkunnum sálmum úr tveim guðsorðabókum. sem alþýða mjög mikið
notaði. jafnvel fram á þessa öld. I Vísnabókinni stendur (2. útg. 1748.
bls. 199) >Frjósa og stikna, en lá ei slokknað. frjósa í báli fyrir utan
ljósið. ljósi á móti lífsins risu, fyrir ljósið vildu myrkrið kjósa. kvelur
þá eldur og kynstra fýla, kvelur en lifa þó í heli. ólykt slik er af
elds-íns kveikju og meinfullum brennisteini. Höggur ormur önd og naggar,
aldrei slitur pínu vítis, kremja djöflar kropp með hrömmum, kreista,
þrýsta. hrista og nísta. í móti nátturu hver einn hlutur. hér skal þæfa
um aldur og æfl, andstyggðarleg allra hegðun. ein mjög pínir og veldur
meinum. Blindir sjá þeir blindan fjandann. blindaðir mest af skömm
og syndum, árar í kvölum að þeim skælast, íllúðlegir til sambúða....
Ósegjanleg ógn og bagi, óttinn stór hjá neðstu dróttum, í skömm og
sneypu skrækja og hrópa, skrokkinn hungrar en þyrstir tunga. Tími
er ei að inni tunga tannagníst og fleira annað. sem líða eiga með
pínu og plágu. í púkans eldinn þá fram seldir*. 1 sömu bók bls. 260:
>Með veini og ópi vondar þjóðir, venda síðan guði frá; í heitum loganum
hryggir og móðir, hreppa bæði sorg og þrá. þeir dragast um dimmar
djöfla slóðir, þeim dauða er enginn endi á. Með önd og líkama aumir
brenna í eldi, eitri og ormakrá, sem sindur fyrir afli í sundur renna.
svartari eru en bik að sjá. myrkur og fýlu meinlegt kenna. meira og
verra en eg kann tjá.« í Flokkabók 1780. bls. 417—18 er sálmur,
sem byrjar svo: »1 helvíti er alls ills nægð, á öllu góðu næsta óhægð,
óbærilegur hiti hár, heljarnístandi grimmdin sár. Ormur samvizku

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0026.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free