- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
15

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

15

við annan að gera þessar lýsingar sem allra andstyggilegastar
og ægilegastar: það væri mjög fróðlegt, ef einhver ritaði nána
lýsingu á trúarskoðunum 17. aldar, hér höfum vér rúmsins
vegna aðeins nefnt örfá alkunn dæmi. Þegar vér berum
guðs-orða og sálmabækur 17. aldar saman við þær bækur, sem
vér nú höfum, er öll ástæða til að gleðjast vfir hinni miklu
framför, sem orðin er.

Því má geta nærri, að kenningar klerkanna á 17. öld
hafa haft mjög mikil áhrif á hugsun og lífsskoðun
alþýðu-manna, enda sézt það fljótt ef að er gáð, að hið sama
myrkravald drottnar yfir hugum manna í því er snertir
veraldlegar sýslanir, enda hjálpaðist allt að, óáran,
verzlunar-okur, trúarvingl og galdratrú, svo menn urðu vonlausir um
framtíðina. Sú skoðun kemur mjög víða fram, að rétt sé
komið að heimsendi, að öllu sé að hraka bæði náttúrunni
og mönnunum, enda séu það eðlilegir refsidómar fyrir syndir
mannanna. Allt var áður gott og blessað, en nú var landið
komið á steypirinn, sést þessi hugsun í ótal kviðlingum frá
17. öld, í sálmum, heimsádeilum, heitnsósómum, mansöngvum
og víðar.1 Mörg af þessum kvæðum eru vel ort og er
auð-fundið, að efnið hefir verið innileg sannfæring skáldanna.
Sum af kvæðum þessum eru alkunn eins og t. d. »Farsæl
var sú fyrri tíð, furðu góð og harðla blíð, ætíð er nú hregg
og hríð með hryggum sjáfargangi«2 o. s. frv.; eins er kvæði

standi, ótti, þurkur. svengd, harmkvæli. öfund, hatur, víl, örbyrgö mest,
engin góð von með heilsu brest. Myrkur og svæla sífelldleg, sorg og
djöflamynd ófrýn mjög. óp og ýlfranir eilífs veins, andstyggileg lykt
brennisteins. Sól og tungl enginn sjá þar kann, sízt af öllu þó guð
sjálfan, sú litla skíma eldi af, enga hughægð fordæmdum gaf. Maginn
í hungri mæðist mest, munnur af þorsta pinist verst, eldsloginn verkar
óp og kvein, innlæsist hann í merg og bein. Af einum neista af
eymdar glóð, ólíðanlegri pína stóð. en þó kvinnu hér kynni sár, kvelja
jóðsótt um þúsund ár o. s. frv.

’) Sbr. Vísnabók, 1748, bls. 78. 191 o. s. frv. Jón porkelsson:
Digtningen paa Island, bls. 102-104, 287-88, 318—]4, 329, 375, 379,
401, 403-405, 435. 451, 458-59 og víðar.

Sæmnndur Eyjólfsson: Nokkur orð um skógana hér á landi.
Búnaðarrit V, bls. 2 — 4

2) Vísnabók 1748, bls. 286—88.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0027.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free