- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
19

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

19

hann hafi lofað »því eg var drukkinn af brennivini síra
Eiríks« Magnús Jónsson skólameistari drukknaði drukkinn
á Reykjavíkurgranda, og svo mætti telja ótal fleiri dæmi. Það
hefir ekki í þá daga þótt neitt ódæði, þó klerkar fengju sér
neðan í því, og sést það bezt af því, sem Björn á Skarðsá
segir um síra Svein Símonarson í Holti í Önundarfirði:
»hann var sérdeilis prestmann og yfirgekk vel flesta menn í
hegðan og skikkan svo vel drukkinn sem ódrukkinn«2 Síra
Sveinn var faðir Brynjólfs biskups og þótti merkisprestur.
Vel verður að taka tillit til aldarhátta þegar menn lesa slíkt
í bókum, drykkjuskapur var þá líka mjög mikill í útlöndum
og sést það í útlendum fræðibókum, að konungar sumir og
stórmenni voru fullir á hverju kveldi og þótti kurteisi. Víst
mun það að Islendingar voru ekki eptirbátar annara 1 drykkju.
Oli Worm kvartar undan drykkjuskap íslenzkra stúdenta í
Höfn og ekki voru þeir Islendingar, er fengust við fornfræði
i Sviþjóð, allir sérlega miklir reglumenn.3 Síra Þórarinn
Eiríksson, er fyrstur Islendinga var fornfræðiugur konungs,
var alræmdur slarkari. Þórarinn fékk Eydali 1651, komst i
ljótt barngetnaðarmál og missti prestinn, sigldi svo til
Dan-merkur og komst í mjúkinn hjá Friðriki III. og var 1656
sendur til Islands til þess að safna íslenzkum söguritum, en
afrekaði litið »því fáir vildu trúa soddan ílysjungi og svallara«
segir Jón Halldórsson. Endalok síra Þórarins urðu þau, að
hann, meðan stóð á umsát Svía um Kaupmannahöfn, féll
drukkinn í borgargrafirnar nálægt Hojbro og drukknaði. Varð
dauði hans upphefð Þormóðs Torfasonar.4 Stjórnin var við

’) íslenzkt fornbréfasafn III. bls. 191.

2) Annálar Björns á Skarðsá. bls. 289.

3) Uno Troil: Bref rörande en resa til Island 1772. Upsala 1777.
bls. 192—202.

4) Prestaæíir Jóns Halldórssonar. Rask 55. bls. 47—49.

Jón Þorkelsson gamli segir um dauða hans:

»Janus Dolmerus in Diario obsidionis Hafniensis
ejus emortalem sequenti notavit disticho:
Qui prorsus vino fuit insatiabilis ante
Islandus Thoro mediis satiatur in undis.

Specimen Islandiæ non barbaræ, hdrs. J. S. nr. 333-4°, bls. 175—76.

2*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0031.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free