- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
20

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

20

og við að gera tilraunir til að hepta siðleysi lærðra manna,
þó árangur lagaboðanna yrði lítill, 1636 kom út hingað
konungsbréf um ótilbærilegt líf presta, 1638 var gefið út
’konungsbréf til klerka, að þeir haldi sér frá drvkkjuskap og
ræki embætti sitt, og 1647 ákveður konungur, að enginn nema
hann sjálfur framvegis megi veita prestum uppreisn á æru,
er sannir væru að barngetnaði.1

Vér munum því næst tala nánar um hindurvitni á 17. öld
og um hinn mikla og margbrotna fróðleik þessarar merkilegu
aldar; vér verðum að geta alls þessa stuttlega, svo
land-fræðisrit þeirra tíma verði skiljanleg, er menn sjá af hvaða
toga þau eru spunnin. Þó vér aðeins getum drepið á fáar
greinir þessara hluta, þá vonum vér þó, að það sé nóg til
þess að sýna jarðveg menntalífsins á 17. öld. Myrk
lífs-skoðun og hjátrú hlaut hér á landi að ráða miklu, ekki síður
en 1 öðrum löndum; 17. öldin er byltingartimi. hið forna og
nýja er að berjast, svo sönn þekking og gömul hindurvitni
blandast saman: útlendur og innlendur fróðleikur hrærist
saman í undarlegan óskapnað, en í myrkrinu sjást þó
all-margar bjartar stjörnur gegnum skýjarofin. í^að er farið að
liða á nóttina, tunglið veður í skýjum, náttúran sést í óglöggri
skímu, svo eðlilegir hlutir og saklausar skepnur verða að
skrímslum, forynjum, ófreskjum og kynjamyndum, mennirnir
eru nýlosnaðir undan martröð miðaldanna og hryllir enn við
öllu, sem þeir ekki geta gjört sér glögga grein fyrir. f*egar
liður á öldina gyllir morgunroði vísindanna hina efstu tinda.
en þó birtir ekki algjörlega fyrr en á miðri 18. öld, þá rekur
morgungolan burtu þokuslæðurnar og töframyndirnar hverfa.

14. Hindurvitni og galdratrú.

Flest islenzk náttúrufræðis og landfræðisrit á 17. öld eru
svo gagndrepa af hjátrú, að vér verðum i þessum kafla að
skýra nokkuð nánar frá galdratrú og hugsunarhætti þeirrar
aldar. Það sem vér nú köllum hjátrú og hindurvitni var i

’) Árb. Esp. VI., bls. 79. 89, 119.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0032.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free