- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
22

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

22

vanalega fara eptir, en við sérstök tækifæri er opt samkvæmt
vilja guðs brugðið út af þessum reglum og verk englanna
heita þá kraptaverk. Vitneskjan um englana er því
undir-staða allrar heimsspekilegrar þekkingar. Englarnir skiptast i
niu hersveitir, þrjár hinar æðstu eru í Ijóshimninum kringum
hásæti drottins, þrjár stýra hinum neðri himnum og þrjár
jarðneskum hlutum. Englasveitirnar eru samanhangandi
keðja, hinir æðstu englar taka á móti skipunum guðs og láta
þær ganga til englanna í næsta himni og svo koll af kolli.
Allir jarðneskir hlutir eiga andlegar frummyndir i
ljós-himninum og frá þeim streymir andlegur kraptur til
eptir-myndanna í stjörnuhimninum, plánetuhimninum og til
jarð-neskra hluta; hver lilutur á jörðu er því eigi aðeins undir
stjórn engils, heldur stendur og í nánu sambandi við
plán-etur,1 stjörnur og hinar æðstu frummyndir i ljóshimninum.

Maðurinn er skapaður í mynd guðs og naut fullsælu í
paradís á jörðunni, en þá breyttist heimurinn allt í einu við
uppreisn Lucifers og syndafallið. Hinn fremsti allra engla,
höfðingi serafanna, hinnar æðstu englasveitar, setti sig upp á
móti guði, englar af öllum hersveitum gengu í lið med Satan,
hann beið ósigur og var honum og öllum hans áhangendum
steypt niður í un’dirdjúpin; þó lét guð af almætti sínu og
alvizku Lucifer og hans hersveitir haldast við liði og gaf þeim
verksvið með vissum takmörkum. Starf Satans og allra hans
ára er síðan eilíf styrjöld gegn guði og því, sem hann hefir
skapað. Lucifer vinnur þegar í byrjun mikinn sigur, tælir
manninn til syndafalls og nær mönnunum og jörðunni á sitt
vald; þá er hið fyrra samræmi horfið, gott og illt skiptir
heiminum i tvennt og ljóssins og myrkranna riki berjast
siðan án afláts á jörðunni og í hinum niu himnum; í
ljós-himininn getur hið illa aldrei komizt. Innan í jörðunni
myndast helvíti, fullt af eldi, er brennir allt, en eyðir engu.

’) »Pláneturnar á himnum hafa nokkra verkun hér niðri á jörðunni
eptir skapaðri náttúru. en miklu meiri krapt hafa þín heilögu orð, sem
að eru so sem himneskar plánetur á himni náðarinnar og hver að
verka hæði á himni. jörðu og helvíti*. Jórðarbænir. Skálholti 1697.
bls. 18.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0034.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free