- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
23

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

23

Lucifer reynir að sýna mátt sinn og vald og skiptir hinum
föllnu englum í hersveitir, sem eiga heima á sömu stöðvum
eins og hinir góðu englar og berjast við þá, bæði í hinum
níu himnum og á jörðunni. Hinir vondu englar hafa ill
áhrif á gang stjarnanna og með því á kjör og örlög
mann-anna, þeir bua út halastjörnur og önnur skrípi til þess að
skelfa menn og skaða, og gjöra mörg önnur undur og ósköp.
Aðrir púkar hríngsóla um loptið og gjöra bylji, eldingar, hagl
snjó, þurk, stórrigningar, pestir og stórsjúkdóma; aðrir árar
búa í sjálfri jörðinni, í sjó og vötnum, ám og lækjum, í
fjöllum og skógum og gera allt það illt, sem þeir geta.
Þessu lýsir Jón Daðason í »Gandreið« ágætlega í þessum
vísum:1

1. Lucifer með leiptur og glæður
loptkringlunni undir,

með skýjaeldi og skruggum skæður
skelfir sjó og grundir.

2. Satans andar upp og niður
elementis spilla;

í undirheim er svikara siður
sálir manna að villa.

3. Fýtons er ei fylgdin sljó
feigð og fári blása.
gegnutn veður, vötn og sjó
vargar þessir rása.

4. Drakó byggir dupti í,
draugar myrkrin fanga,
árahópar eins og mý
út um löndin spranga.

Síðan kölski fékk vald sitt er jörðin orðin sannur
eymda-dalur fyrir mennina, öll höggin lenda á þeim, utn þá berjast
góðir og illir andar, maðurinn veit ekki hvert hann á að
snúa sér, að honum steðjar allskonar böl, andleg óhamingja
og líkamlegar píslir, kölski freistar hans á allan hátt, getur
jafnvel breytt sér í ljóssins engil: frá þvi mannskepnan fæðist
og þangað til hún deyr, er hún ekki eitt augnablik frjáls eða
óhult fyrir árásum illra anda, er sækja bæði á sál og líkama;
eðli mannsins er veiklað af erfðasyndinni og mótstöðuaflið er
lítið, skynsemin getur enga hjálp veitt, hún er afvegaleidd
við syndafallið og leiðir menn í allskonar gönur og háskalega

’) Hdrs. Bókmf. Kmh. nr. 35. fol. Ny kgl. Samting. nr. 76. fol.
Tímarit Bókmf- VIII. bls. 67. Þá sögu heyrði eg um hrafna á
Langa-nesi 1895. er þeir »steypa klukkur» í lopti, að þá væru þeir að grípa
loptanda.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0035.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free