- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
28

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28

eðr búfé, þá skal flytja út á sjó ok sökkva til grunna*.1 Þar
er og talað um að vekja upp landvætti í fossum og haugum,
að villa svín eða mjólk frá mönnum o. s. frv. I skipan
Arna erkibiskups Einarssonar 1346 stendur: »geymið yðir
fyrir rúnum, galdrum oc gerningom, lyfjom, hindirviti oc
öllum átrúnaði þeim, sem heilog kirkja kennir vðir eigi oc
hennar formenn oc þjónustumenn, hvár sem öðruviss gerir,
þá er hann sem villumaðir í guðs banne«2. Þó kirkjan í
páfadómi bannaði ýmsa hjátrú, þá var þessu banni ekki svo
harðlega framfylgt, enda var hjátrúin fyrrum á Islandi
tölu-vert minni en síðar varð á 17. öld og með ööru sniði.

r

A 17. öld kemur hjátrúarbylgjan að utan og öll innlend
forneskja ýfist upp um leið. Eins og svarti dauði læsti sig um
alla Evrópu á 14. öld, eins hljóp hið andlega bráðafár,
galdratrúin og galdrabrennurnar, sem eldur í sinu um alla
Norðurálfuna á 16. og 17. öld. Hjátrú alþýðu hefir þá í
sjálfu sér hvorki verið meiri né minni en áður var:
trúar-bragðadeilurnar fyrir og um siðaskiptin hafa líldega komiö
mestu galdraofsóknunum á staö; páfarnir stofnuðu
rann-sóknarnefndir í þeim héruðum, þar sem þeir héldu að menn
væru veilir i trúnni og bæöi trúvillumenn og galdrakonur
voru brenndar, enda var þetta í samræmi við kenningar
kirkjunnar, þegar þeim var fylgt út í yztu æsar. Þegar
Innocentius VIII. gaf út páfabulluna 5. december 1484 (summis
deriderantes affectibus) kom fyrst verulegt fjör í
galdrabrenn-urnar á Þýzkalandi; með þessu skjali fengu svartmúnkar
tveir Jacob Sprenger og Heinrich Institor leyfi til að fremja
hin hryllilegustu hryðjuverk á Suðurþýzkalandi, og um leið
suðu þeir saman bók um galdrabrot (Galdrahamarinn, malleus
maleficarum), er kom út. í Köln 1489. Bók þessi er talin
eitt hið viðbjóöslegasta rit, sem nokkurn tima hefir verið
samið, þar er galdrabrotunum nákvæmlega lýst samkvæmt
hugarburði klerkanna og sýnt fram á, liver nauðsyn sé að

’) Dipl. Island. II. bls. 223—24. Sbr. skriptaboð Jóns biskups
Halldórssonar 1326 s. st. II. bls. 599 og skipan Páls erkibiskups 1342
s. st. II. bls. 753.

2) Dipl. Island II. bls. 843.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0040.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free