- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
29

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

29

eyða galdramönnum með báli og brandi; bókin er eintóm
hjátrú, útursnúningar og hártoganir, vitfirring bvggð á
heims-skoðun miðaldanna og tíðarandanum, allt er talið óskeikanlegt
og rétt, sem svartmúnkasálirnar hafa ungað út; þar er þegar
í byrjun sleginn varnagli og sagt, að mest sé villan að trúa
ekki göldrum (hæresis est maxima opera maleficarum non
credere). Þessi bók varð nokkurskonar galdrabrennubiblia
og kenningar hennar komust allt út til Islands og fluttu
all-staðar með sér böl og hörmungar. Galdraofsóknirnar urðu
brátt almennar um alla Evrópu og vitfirringin óx eins og
næmur sjúkdómur, eptir því sem hún breiddist út. Þetta
bráðafár greip alveg eins Lútherstrúarmenn eins og
páfatrúar-menn, hugsunarháttur þeirra var í þessu efni hinn sami;
Lúther trúði eins og aðrir á djöfla, ára, galdra og þesskonar,
sést það bæði á »Borðræðum« hans og öðrum ritum. Anda
og áratrúin var sett í vísindalegt fræðikerfi og um það
skrifaðar margar bækur,1 hver sá var brenndur, sem einhver
galdragrunur lék á; það var mjög hættulegt að flækjast inn 1
þesskonar mál, fæstir voru sýknaðir, þvi þar var ekki dæmt
eptir réttum rökum. heldur aðeins eptir hugarburði
hálfvit-lausra manna og optast voru hinir ákærðu með viðbjóöslegri
grimmd píndir til þess að ljúga upp á sig allskonar
óðáða-verkum. Alþýðan varð bandóð af hræðslu. svo menn
ímynd-uðu sér, að þeir sjálfir stæðu í sambandi við kölska, héldu
að öll óhöpp kæmu af göldrum og gjörningum og árarnir
sætu alistaðar um sig. Stundum munu vondar hvatir hafa
valdið því, að menn voru kærðir fyrir galdra, en optast
munu klerkarnir af eintómri vandlætingasemi hafa rekizt í
þessum galdramálum; það var þeirra fyllsta og fúlasta
sann-færing, að það væri hin mesta landhreinsun að koma sem

’) Af bókum útlendum um anda og galdra. sem hér í Reykjavík
eru til á bókasöfnum. má helzt nefna C. Peucerus: Commentarius de
præcipuis generibus divinationum. Vitebergæ 1576-8vo. og De spectris
et apparitionibus spirituum. libri II. Islebiæ 1597-4° (478 bls), er sú
bók full af skemmtilegum drauga. galdra og töfrasögum og »islenzkra
drauga* getið á bls. 39 (tekið úr Olaus Magnus).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0041.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free