- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
31

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

31

verður fyrir galdraofsóknum og bera konur opt galdra upp á
aðra, en s.jaldnar var konum borið á brýn. að þær væru
valdar að þesskonar illgjörðum. Öll taugaveiklun og
ama-semi (hysteri) er því nær undantekningarlaust kennt göldrum
og eins slys og óhöpp, er fyrir koma, skiptapar veröa af
gjörningaveörum o. s. frv.

r r

A árunum 1625 til 1690 stóð galdrabrennuöldin á
Is-landi, og á þeim tima voru, eptir þvi sem eg hefi komizt
næst, brenndir á alþingi og heima í héraöi 22 galdramenn,
en aðeins ein galdrakona, fjölda margir voru hýddir, en
sumum björguöu tylftareiöur. Þó galdrabrennurnar hér á
landi væru hroöalegar, þá má þó segja það Islendingum til
lofs, að þeir brenndu færra en sumar aðrar þjóöir og hættu
fyrr. Hér á ekki við að segja nákvæmlega frá
galdrabrenn-unum, vér skulum aðeins benda á nokkur atriði. Hinn
fyrsti, sem brenndur var á Islandi fyrir galdra, hét Jón
Rögnvaldsson bróöir Þorvaldar á Sauðanesi, sem talinn var
kraptaskáld, Jón átti aö hafa vakið upp draug, er sótti aö
dreng á Urðum í Svarfaöardal og drap þar hesta og geröi
fleiri glettingar, hann bar á móti, en hjá honum fundust
rúnablöð og lét Magnús sýslumaður Björnsson á Múnkaþverá,
er síðar varð lögmaöur, taka hann og brenna 1625.1 Svo
varð hlé á brennunum þangað til um miðja öldina, þá tóku
menn á Vestfjörðum til óspiltra mála, landsins lærðasti
guð-fræðingur og einsýnn skraddarasveinn, sem þá var lögmaöur,
hömuðust i sameiningu um Vestfiröi. Trúarofsi Páls prófasts
í Selárdal og T’orleifs Kortssonar lögmanns gekk næst
vit-firringu, allstaðar sáu þeir galdra og gjörninga og létu strax
brenna hina grunuöu heima i héraöi, til þess sem fyrst tæki
fyrir illgjöröir þeirra, en alþingi staöfesti gjöröir þeirra
oröa-laust og lofaói þá fyrir dugnaðinn. Tíðræddast hefir veriö
um þau galdramál, er spruttu af veikleika Helgu
Halldórs-dóttur konu síra Páls, á hana sótti taugaveiklun mikil,
ama-semi og geðveiki, héldu menn veikindi þessi kæmu af fjöl-

’) Árb. Esp. VI. bls. 27—28. 1 kvæðinu >æfiraun* barmar
þor-valdur Rögnvaldsson sér meðal annars yfir því, að bróðir sinn hafi verið
brenndur saklaus fyrir galdra. Lbs. 165-8vo, bls. 60.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0043.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free