- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
33

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

33

brennudómur var uppkveöinn á íslandi 1690 yfir Klemens
B.jarnasvni úr Strandasýslu, hafði hann meðgengið heitingar
við menn, hann hafði notað töfravers yfir fé sínu og farið
með annan hégóma. Heidemann skaut máli hans til konungs
og var Klemens náðaður, fékk að halda lífi, en varð útlægur1;
upp frá því var ákveðið að líflátsdómum í galdramálum skyldi
skotið til konungs. Þá tók af allar galdrabrennur, en margar
voru sem fyrr hýddar stórhýðingar fyrir galdra meðferð og
héldust slíkar refsingar þangað til 1746; tilskipun um
heim-ilisaga 3. júni þ. á. ákveður aðeins áminningar prests og
kirkjuaga fyrir slík brot. »Skule nokkur finnast við útróður
eða annars staóar að hafa brúkað so kallaðar runer og
rist-ingar, eða aðra óchristelege hjátrú, eður hrósa sier þaraf, þá
setiest hann til rietta þar fyrer af prestenum, hvör af guds
orde skal yferbevísa hönum andstygd þeirrar svndar, og vilje
hann enn þá ecki láta af henne, þá skal hann álítast þar
fyrer med kirkiunnar disciplin, öðrum eins sinnudum til
epter-dæmes«.2

hafði kvartað í Kmhöfu yfir því. að á sér hefði verið framin lögleysa og
konungur hafði skipað nýja rannsókn. Islendir.gar voru löngu áður
farnir að skoða þessa tilskipun gildandi hér á landi. þegar Magnús
Björnsson lögmaður lét brenna Jón Rögnvaldsson 1625. liefir hann
ef-laust farið eptir þessari tilskipun, því enga )ieimild hafði hann tit
brennunnar eptir íslenzkum lögum. Séra Guðmundur Einarsson þýðir
1627 lagaboð þetta í liti sínu »Lítil hugrás* og ávítar sýslumenn
fyrir ódugnað að þeir framfylgi því ekki; Ara Magnússyni dettur heldur
ekki í hug að vefengja. að lagahoð þetta sé gildandi á íslandi, enginn
mótmælir því og þó var það aldrei löglega birt, sem önnur lög. það
má því alls ekki kenna Holgeir Rósenkranz um galdrabrennur hér á
iandi, íslendingar sjálfir voru í því efni æstari en Danir, sem létu
galdramálin hlutlaus, unz Kribtofer Heidemann aftók galdrabrennur
1690.

’) Maqnús Ketilsson: Forordninger og aabne Breve III. bls. 250—
ðl. Safn til sögu íslands II. bls. 763—764. Árb. Esp. VIII. bls. 27, 31.

2) Tilskipan umm húsagann á Islande. Hólum 1749-4°. Sbr. Lovsi.
f. Isl. II. 617. Pétnr Pétarsson: Hist eccles. Isl. bls. ’.0. Sveinn
Páls-son getur þess (Journal II. 131; Hdrs. Bmf.), að fytir austan túnið á
pingvöllum sé grasi vaxin gjá, er galdramenn voru brenndir i; Sveinn
fsá 1793 ösku í gjárbotninum. hafði þar myndazt rifa við jarðskjálftann

8

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0045.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free