- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
34

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

34

Galdraofsóknirnar og galdrabrennurnar leiddu af sér
alls-konar óstand og siðaspillingu, mannhatur, róg, álygar og fII—
kvitni. Af djöflatrúnni og vítisprédikununum ringlaðist hin
litla skvnsemí, sern alþýða hafði; framan af er auðséð að
al-þýða hefir lagt minni trúnað á slíkt, en klerkar vildu, þeir
kvarta jafnvel undan þvi. að alþýða telji kukl og særingar
meinlausar og þýðingarlausar brellur; það eru einmitt lærðu
mennirnir, sem samkvæmt útlendri tízku halda slíku mest á
lopt. Þegar fer að líða á öldina er hjátrúin orðin
ramm-ari; tilgangur prestanna að auka guðsriki og reka burt djöfla
náðist ekki. þvert á mót leiddi af öllum þessum trúarofsa
einmitt mesta trúarringl, það er eins og harðindi,
verzlun-arófrelsi og djöflatrú hjálpist að til að rugla menn og fylla
þá örvæntingar; sumir komast auðsjáanlega að þeirri
niður-stöðu að kölski sé voldugri en guð, að minnsta kosti sé hann
þessa heims herra og það borgi sig bezt hér á jörðu að leita
til hans. Öðruvisi er varla hægt að skilja þær guðlastanir,
umsnúning guðsorða og helgisiða, sem opt koma fvrir á þeim
tímum. 1682 var Sigurður Jónsson úr Þingeyjarþingi hj’ddur
stórhýðingu fyrir guðsorða vanvirðu og sacramentanna1; 1683

r

lét Magnús lögmaöur Jónsson taka fastan Bjarna xArnason á
Tindum í Króksfirði »fvrir óheyrilegt skrif, er hann hafði
skrifað upp á heilaga þrenningu« og kastað inn í
Garpsdals-kirkju; var hann fluttur til alþingis og höggnir af honum 3
fmgur á hægri hencli og dæmd 12 vandarhögg á hverju ári
meðan lifði.2 1685 var Halldór Finnbogason úr Borgarfirói
brenndur á alþingi. hann hafði snúið faðir vor, skriptagangi
og sálmi um pínu Krists upp á kölska, hann meðgekk og að
hafa gert sáttmáia við kölska i draumi og heitið að ganga
aptur.3 Gissur Brandsson í Paíreksfirði 1692 var flengdur næst

1789. Til þess að brenna hvern sakamann þurfli 20 gilda hríshesla
og voru erfingjar hins brennda skyldugir til þess að borga þá. Sveinn
Pálsson getur þess, að Arni Magnússon hafi auk annara nijög stuðlað
að því. að galdramál féllu niður.

’) Árb. Esp. VII. bls. 103. Svarfdæla annáll, Lbs. 158—40. bls. 4 I.

2) Arb. Esp. VII. Lls. 111. Ann. Magn. Magnússonar, Lbs. 39. foL
bls. 152. 158.

3) Arb. Esp. VIII. bls. 10. Lögþingisbókin 1685. nr. 1.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0046.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free