- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
35

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

35

lífi fyrir þaö, aö hann bað djöfulinn að hjálpa sér, auk þess
var hann dæmdur til stórhýðingar í héraöi og að slá sjálfan
sig þrjú stór högg á munninn.1

Hjátrúarsturlun þessi er á 17. öld svo alinenn að furöu
gegnir og varla er nokkur heldri maður lærður eða leikur
alveg laus við galdratrú, að minnsta kosti af þeim, sem upp
höfðu alizt fvrri hlut aldarinnar. Danir þeir, sem hingað
komu, voru ekki betri. Skipstjóri á kaupfari á Straumfirði
Thor Brunnersen kærði Jón sýslumann Vigfússon skriflega
fvrir það, að hann hefði ráðizt á sig og stýrimann sinn með
höggum og slögum og heitazt um að skipstjóri skyldi eigi
komast heill heim til sín; krefst hann þess, að sér sé sett
nægilegt veð fyrir skipinu eða hann verði að setja það upp;
þó varð eigi af því, skipið sigldi á stað. en brotnaði við
Land-eyjar, varð Jón Vigfússon að vinna eiö að því, að það
hefði eigi orðið af hans völdum.2 16S4 andaðist barn
Heide-manns landfógeta á Bessastöðum fljótlega um nótt og í því
bili slokknuðu öll ljós og elclur á Bessastöðum, þó varð hann
um síðir kveyktur með tinnulás á byssu, en af þessum
at-burði uröu þau hjóti svo skelkuö, aö þau strax riðu vestur
íil Magnúsar lögmanns Jónssonar og var talað um, að þau
næsta vor mundu sigla úr landi alfarin; þó varö ei af því.3)
Til er enn þá rit, sem sýnir ágætlega hvernig hin andlega
veiki hefir gagntekið þjóðina um miðja 17. öld, það er
»písl-arsaga<-< Jóns Magnússonar prests á Eyri við Skutulsfjörð, og
setjum vér hér ágrip af henni.

Svo bar til um veturinn 1655, að Jón prestur
Magnús-son á Eyri í Skutulsfirði, sem kallaður var »þumlungur«, tók
veikleika undarlegan og rænuleysi og var það kennt göldrum
feðga tveggja, er hétu Jónar á Kirkjubóli, þóttist prestur verða
fyrir sífelldum ásóknum allan veturinn og eins heimafólk
hans; voru feðgar þessir brenndir á sumardaginn fyrsta 16564,

J) Svarfdæla annáll, Lbs. 158-4°. bls. 144.

2) Árb Esp. VII. bls. 64.

3) Annálar Magnúsar Magnússonar, Lbs. 39. fol. bls. 160.

4) Annálar Magnúsar Magnússonar. Lbs. nr. 39. fol. Annálar
Péturs Einarssonar á Ballará, J. S. nr. 235-4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0047.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free