- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
36

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

36

en ekki batnaði presti fyrir það, kenndi hann þá Þuríði
Jóns-dóttur, systur Jóns hins vngra, um áframhald ofsóknanna og
vildi láta brenna hana líka, en fékk því ekki framkomið; þótti
•presti þetta mjög illa fariö og kenndi ódugnaði yfirvalda um
það að stúlkunni var hlíft, hefir prestur síðan ritað stóra bók
um ofsóknir þær, er hann varð fvrir, og er bók þessi eitt hið
merkilegasta heimildarrit um galdratrúna, hræðsluna,
heimsk-una og sinnuleysið á 17. öld. og sýnir bert, hvernig taugakerfi
manna er orðið veiklað af hjátrú og djöflahræðslu. svo
sýk-ing þessi grípur menn eins og landfarsótt. Það er auðséð
á lýsingunni, er prestur hefir samið um ofsóknirnar, að hann
hefir sjálfur verið veikur og hálfbrjálaður, en svo var
sótt-næmið megnt, að heimafólkið allt varð hálfbrjálað líka;
til-finningar þær, sem lýst er, bera vott um mikla taugaveiklun,
»hysterí« á háu stigi

Píslarsaga Jóns Magnússonar1 segir nákvæmlega frá öllu
er gerðist og munum vér hér setja ágrip af hinu helzta, því
af því fæst ágæt hugmynd um sálarástand manna á þeim
tímum. Jón vngri þakkaði presti eitt sinn fyrir messu og
tók í hönd honum, presti sveið þá í hendina eins og hann
væri brenndur; er hann néri höndinni við kirkjubríkina
rén-aða verkurinn, en upp frá því hafði prestur þó engan frið,
segir hann að þeir téðgar hafi sent á sig ótal djöfla, er ásóttu
hann í vöku og svefni, voru sumir árarnir í músalíki, sumir
i kattalíki eða hunda. Ekki dugði það þó prestur þrumaði
úr stólnum gegn djöflaganginum, ásóknirnar uröu því verri
sem leið á veturinn. Segir séra Jón svo frá: ^Því meira
sem djöflanna árásir jukust og auglýstust bæði utan bæjar og
innan og í kirkjunni, því meir fjölgaði einnig hópur og tal

!) Summa og stutt frásögn. út’ af þeim hræðelegu plágum og
písl-um, sem yfer mig Jón Magnússon, sem kallaður hef verið til þess
Hei-laga Predikunar Embættis að þjóna þeirre litlu Sóknarkirkju að Eyre
við Skutulsfjörð. geingner eru af Trolldome og Djofulgange. sem þeir
tveir mínir Sóknarmenn, Jónar Jónssyner feðgar búande á Kirkjubóli,
hafa openberlega á þingi meðgeingeð og eru síðan epter þeirra
með-kienningu. epter xii manna dóme, á bále brender eptir landslögunum.
Ny kgl. Samling nr. 1842-4°; þétt skrifaðar 323 blaðsíður.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0048.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free