- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
37

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

37

djöflanna og þeirra myndir, svo þar sem meö fyrstunni sást
einn djöfull með hundslíki, þar fjölgaði svo þeirra mergð, að
þó sinn sæist í hverjum stað og hyrningu, þar sem skuggan
og dimmuna bar á í baðstofunni, þá var og líka í
göngun-um og skálunum ótöluleg mergð þeirra djöfla með
ýmisleg-um myndum og líkingum, svo að bærinn og hvert hús var
fullt af þeim. svo sem þeir skyggnu frá sögðu, svo að þeir
óskyggniu gengu að hinna sjónum líkavel ígegnum þær
djöfla-myndir, þegar þær voru svo þykkt til samans«. Um veturinn
sáust þá líka »bleikar flugur svo sem fiðrildi, sem
veif-uðu og kringsóluðu« yfir presti. »Sumir sáu líka aðrar
flugu-mvndir, sumar með löngum hala, sumar með síðum klóm
og fótum«. Stundum varð kölski svo nærgöngull að hann
tróð prest undir fótum þegar hann lá á bæn, og barði hann
og þæfði með hnúum og hnefum, öskraði í evru honum og
hvæsti. Prestur bregður öllum, sem vilja vefengja þetta, um
heimsku og ráðlevsi.

Eitt sinn varð séra Jón var við að djöfullinn lá undir
pallinum og lét harm þá troðfvlla járnpípu með púðri og
skjóta á kölska, »en strax sem blossinn laust að þeim djöfli,
stökk hann jafn skjótt upp á mig, en þó afarlegar upp á þann,
er bvssu þeirri af hleypti«. »Fór svo fram þrálega vaxandi
djöflanna ógnir og árásir í bænum, svo að á kvöldtímum
mátti líkavel mitt heimafólk ekki í náðum sitja eður standa
svo þeir finndu þar ekki til, þvi ýmsir sögðu við aðra, nú er
það hérna, nú tekur það fótinn, síðuna, höfuðið: varð það
þá úrræðanna sérhvers, sem fyrir varð, að fara úr þeim stað,
sem hver var staddur, annaðhvort að ráfa og hræra
sig ellegar að sitja eða standa annars staðar. En sú aðferð,
sem fólkið umkvartaði, var stundum með fiðringi, dofa, hita
og kulda viðbjóðslegum, stundum meir en stundum minna.
Sumir kvörtuðu um bruna um brjóstið, bakið og á ýmsum
síðum, sumir um nístingskulda, sumir um slög vfir höfuðið,
sumir fyrir brjóstið, sumir um böggul eða bita í kverkunum,
sem færði sig stundum ofan að brjóstinu, sumar persónur
voru slegnar í ómegin, sumar því nær, hér að auki á
næt-urnar hræðilegar fælur og að rúmin titruðu og hristust, svo og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0049.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free