- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
38

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

38

skriöu djöflarnir utan um fólkið svo til að finna ssm mýs
væru. Ljós logaði í hverju húsi, sem nokkrir menn voru í,
rökkra á milli, samt hevrðust auk alls áður skrifaðs stórir og
skelfilegir brestir í ýmsum bríkum og fjölum rúmanna.«

Loksins ofbauð presti, svo að hann flýði til vinar síns
í’orláks Arasonar í Súðavík, en það var til lítils gagns, þvi
árarnir eltu hann þangað. I Súðavík hitti prestur Magnús
sýslumann Magnússon og bar sig upp fyrir honum, en
sýslu-maður vildi í fvrstu ekkert sinna þvi, varð klerkur þá reiður
og liótaði að kæra hann fvrir æðri yfirvöldum, lét sýslumaður
þá loks tilleiðast að skipta sér af málinu og sendi bréf og
boð til Gísla Jónssonar föðurbróður sins, er var
um-boðsmaður Þorleifs Kortssonar, er þá bjó í Hrútafirði. en
hafði að léni hálfa Isafjarðarsýslu móti Magnúsi. Prestur
herti nú upp hugann og messaði fyrsta sunnudag i adventu,
en varð þó fyrir allskonar ásóknum í kirkjunni, klerkur
pré-dikaði þá svo hart gegn göldrum og gjörningum, að
söfnuð-urinn grét hástöfum, en ein stúlka fékk hvert yfirliðið eptir
annað. Loks var þeim feðgum stefnt á þing og dæmdur
tylftareiður og er sira Jón mjög reiður yfir slíkri mildi;
þingið var haldið í kirkjunni og lá prestur þar veikur í
þver-bekk »undir galdrafarganinu« eins og hann sjálfur kemst að
orði. Segist prestur hafa goldið þessarar mildi harðlega, en guð
hafi þó sent sína englasveit til varðveizlu og verndar »soöllþessi
sveit, eða kanske meiri partur af þessu landi, gekk ekki aldeilis
til grunna«. Böðullinn úr Barðastrandasýslu JónSveinsson komá
þingið og fékk strax aðsóknir svo miklar, að honum lá við bana.

Þegar þingið var búið og þeir feðgar voru komnir heim,
byrjaði djöflagangurinn aptur, kona prests Þorkatla
Bjarna-dóttir og annað heimafólk hafði engan frið, menn voru að
færa sig til, sváfu stundum í fjósinu. stundum á búrgólfinu
o. s. frv., en það kom allt fyrir ekki. Loks lagðist prestur
alveg í rúmið «undir djöflanna fargi klestur og kraminn
svo-sem utidir óbærilegum þunga. svo eg vissi ekki á hverjum
tíma eg mundi við lifið skiljast«. Segir prestur að kvalirnar
hafi verið svo óumræðilega miklar, að hann geti ekki lýst
þeim, hann segist hafa verið langt leiddur í mörgum stór-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0050.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free