- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
39

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

39

sóttum en aldrei kvalizt svo. Stundum fannst honum sem
hann væri undir afarþungu fargi eins og þegar ostur er fergður,
svo megn og máttur fór allur úr honum, stundum fannst
honum allur líkaminn pikkaður með glóandi smánálum líkt
og í nálardofa, stundum sem fleinn væri rekkinn milli
rifj-anna, stundum fannst honum logi og bál leika urn allan
lík-amann einkum þó um brjóstið, fannst honum blossinn líða
fram af hverjum íingri eins og allur likaminn ætlaði að brenna
til ösku, stundum var annar helmingur líkamans, sem upp
horfði, nístingskaldur, en hinn neðri brennheitur, stundum leiö
kuldinn upp frá fótunum upp eptir líkamanum »so sem þegar
skýfar líður á lopti með vexli og slotum«; stundum fannst
honum holdið allt sem spriklandi’maðkar, en þó segir hann,
að allt þetta hafi verið hégótni i samanburði við hinar innri
kvalir. I svefni var síra Jón líka þungt haldinn, fannst sér
væri kastað í »afgrunn« og hann væri að hrapa niður til
hel-vítis, stundum skaut honum hátt upp aptur, stundum stakkst
hann beint niður á höfuðið.

Þegar komið var fram yfir jólin sendi síra Jón opið bréf
til Magnúsar sýslumanns, sem þá var staddur í
kaupstaðn-um, og heimtaði nýja rannsókn, en sýslumaður tók fjarri því,
sendi prestur þá gagngert í Hrútafjörð til Þorleifs Kortssonar
og bað hann ásjár. Þorleifur brá við skjótt og 9. apríl 1656
var aptur haldiö þing yfir þeim feögutn á Evri í Skutulsfirði,
var þeim neitað um tylftareið og þeir dætndir til að
brenn-ast, höfðu þeir áður tneðgengið að þeir hefðu framið ýmsa
galdraóknytti. Brennuþingið stóð í 4 daga og var þar meðal
annars dæmt um fé þeirra feðga og voru presti dæmd 20
hundruð i fjörráð og sárabætur, voru þeir feðgar siðan
brenndir í páskaviku s. á.1 Asóknunum á prest linnti ekki
að heldur og kennir klerkur því með fram um, að þeir hafi
ekki verið píndir áður þeir voru brenndir, því Magnús sýslu-

’) Dómar þessir voru samþykktir á alþingi sama ár og segir svo
í þingbókinni: »1 lögréttu á Öxarárþingi voru þeir dómar upplesnir,
sem gengið hafa í Isaíjarðarsýslu á þessu ári, og þótti öllum
guð-hræddum og réttvísum dómeudum þeir dómar vel, kristilega og
lög-lega ályktaðir’*. Lögþingisbókin 1656. nr. 17.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0051.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free