- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
40

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

40

maður vildi það ekki: síra Jón segist þó ekki vilja gefa
Þor-leifi Kortssyni neina skuld á þessari forsómun »því eg
minnt-ist vel að hann spurði mig að, hvort hér á bæ væri ekki
töng til og kol so inikil að hana mætti heita gjöra, hvað hér
var hvorttveggja fyrir hendi, hann sagði mér og hvar til hann
vildi það hafa og var 1 því staðráðinn, en eg lagði fátt þar
til, svo mér yrðu ekki ávítur gefnar um haturssemi til þeirra
manna, meir en hæfði«. Prestur kvartar undan því að þeir
íeðgar hafi haft allt of góðan viðurgjörning og atlæti hjá
Magn-úsi sýslumanni meðan þeir voru þar í haldi. enda samþykkti
Magnús mjög nauðugur brennudóminn. Enn fremur getur
síra Jón þess, að þeim hafi verið sýnd of mikil mildi í því, að
þeir fengu að neita altarissakramenta áður en þeir voru
brenndir, og hafi þeir þó víst varla verið iðrandi 1
hjörtun-um; hann heldur og að ásóknirnar nýju hafi stafað af því að
þeir hafi ekki verið nógu nákvæmlega brenndir, heilastykki
óbrunnin hafi t. d. fundizt 1 öskunni. I þessum nýju
kvöl-um sínum skrifaði síra Jón Páli presti Björnssyni í Selárdal,
og ritaði Páll honum aptur huggunarbréf og kom seinna sjálfur
til að hughreista hann.

Um hvítasunnu 1656 komst prestur á löpp aptur og gat
um sumarið verið við hevvinnu og mes-að, en svo versnaði
honum aptur og tekur hann þá að ofsækja Þuríði á
Kirkju-bóli, systur Jóns vngra; Þuríður þessi var vinsæl kona, vitur
og fríð sínum og átti klerkur því örðugt með að telja fólki
trú um að hún væri riðin við galdra og illgjörðir; Jón bróðir
hennar, sem brenndur var, hefir og verið friður maður og
lýsir síra Jón honum sjálfur svo, að hann hafi haft
»gullkrús-að hár, fagran hjálm og hvítan hörundslit«. Prestur segir að
sig liafi fyrst grunað að Þuríður væri völd að ofsóknunum,
af því hann þóttist sjá svartan hring í kringum hana í
kirkj-unni, hann finnur og að því að hún hafi verið þegjandaleg,
þó það nú samt varla hefði mátt heita undarlegt, þegar
ný-lega var búið að brenna föður hennarogbróður. Þegarprestur sá
hana knékrjúpa og biðjast fyrir í kirkjunni, segir hann að
sér liafi ekki dámað að þeirri bænaraðferð Með öðrum
orð-um, hatrið er búið að æra klerkinn. Síra Jón sendi nú

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0052.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free