- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
41

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

41

aptur til Þorleifs Kortssonar og heimtaði af honum og Magnúsi
sýslumanni réttarhald yfir Þuríöi, hún flýði þá undan í skjól
Halldóru Jónsdóttur í Holti og síðan til Brynjólfs Bjarnarsonar
í Hjarðardal; eptir að Þuríður var farin úr sveitinni sá þó
prestur og heimafólk hans hana ganga ljósum logum á Eyri
eða kölska í hennar mynd ; eptir því sem prestur segir sáu
margar kerlingar »að andskotinn í hennar líki tók þá að riða
brúnum færleik um vegamólin vestan að«. Galdra ódæmin
byrjuðu nú enn á ný, menn og konur féllu í ómegin í
kirkj-unni, menn sáu allskonar skripi, vofur, svipi, svarta hunda,
eldhnetti og annað þvílíkt; djöflagangurinn var mestur
í skammdeginu, en hætti að mestu í sveitinni, er birta tók
um veturinn. Allan þenna vetur (1657) var sira Jón sífellt
að nauða á sýslumönnum og prófasti og biðja þá að taka
Þuríði höndum og dæma, en fékk litla áhevrn; um sumarið
1658 sá klerkur að eigi mátti við svo búið standa og reið
með veikum burðum til alþingis, en klögunum h;ins var þar
lítið sinnt1. Er hann korn heim aptur versnaöi ásóknin enn
um allan helming og næsta vetur (í nóvember 1658) var málið
loks fyrir þrábeiðni Jóns rannsakað, en ekki þóttu koma fram
nógar sannanir og var Þuriði loks sleppt. Aðalgreinar i
klögun séra Jóns eru: að í^uriður hljóti að kunna galdra íif
því aö hún sé dóttir gamla Jóns og svstir yngra Jóns á
Kirkjubóli og hljóti því að hafa af þeim lært, að hugarfar hennar
sé forhert, að hún hafi flúið af því hún hafi vitað upp á sig
skömmina, að kýr hafi dáið skömmu eptir að hún fór, o. s.
frv. 011 ákæran er hégómi og vitleysa frá upphafi til entla
og hvergi snefill af sönnun fvrir neinu. Tilgangur séra Jóns
með þvi að rita píslarsöguna er auðsjáanlega að sýna, hve
yfirvöldin séu afskiptalaus og eptirlát við galdramenn og kvartar

’) 1 lögþingisbókinni 1658 nr. 22. er nokkuð skýrt frá málinu og
afdrifum þess á þinginu. maður nokkur Erlendur Ormsson að nafni
var aðalstyrktarmaður séra Jóns í ásóknunum á þuríði, en framburður
hans þótti ótrúlegur og of^afenginn; ekki vitum vér hverjar hvatir
Erlendur hefir haft til rógburðar síns, en líklega hafa þær ekki verið
góðar. Málið kom fyrir prestastefnu og var ákveðið að krefjast nyrra
upplýsinga og sannana í málinu, en þær gat Jón þumlungur eðlilega
ekki útvegað, enda þótti honum hugarburður sjálfs síns vera nóg sönnun.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0053.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free