- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
44

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

44

landi lagt veiðibrellur sínar fyrir einfaldan almúga »því
sann-arlega er sá háskalegi villulærdómur af djöflinum sjálfum,
sem sá heilagaldi Þórður Torfason á Akranesi hefir, tráss
öllurti guðlegum áminningum, í mörg ár látið fyrir öllum af
sér heyrast, sem er, að í guðdóminum sé enginn
greinar-munur persónanna«. Enn fremur segir hann að sumir á
íslandi trúi því að guð hafi suma fyrirhugað til eilífs lífs, en
suma til eilífrar glötunar, að samir trúi á hreinsunareld
»item að hunds, hrafns og annara skriðkvikinda sál sé eitt
og sama og mannsins sál«. Telur hann að slíkar kenningar
geti orðið til mikils tjóns fyrir land og lýð.

Einn af aðalköflum ritsins er »um þau vélræði djöfulsins,
sem hann fremur með töfrum og göldrum«. Kölski fær
þjónum sínum leynilega í hendur töfra og galdrastafi »með
þessu fá satans klerkar stórt afhald og myndugleika hjá
vit-grönnum mönnum, engu síður en guðs kennimenn fá af
opinberum kenningum síns herra*. Af’ slíkum uppruna telur
höfundurinn að spásagnir, seiðhjallar og goðastallar hafi verið,
djöflarnir gáfu þeim svar, sem til þeirra leituðu. Galdra segir
hann að menn fremji með ýmsu móti, með særingum, blóti,
stöfum og »glósum« með samblönduðu guðsorði; hann segir
að margir meðkenni á Islandi, að við særingar detti refar
dauðir niður og hestar meinstyggir standi blýfastir, hann segir
að það sé skoðun manna, að þeir geti með særingum og
blóti hrætt burtu djöfla og drauga og láta þeir eptir sig ódaun
og fýlu er þeir hverfa. Þesskonar meðöl segir hann að Jón
Guðmundsson hafi brúkað, er hann tuskaðist við drauginn á
Snæfjöllum 1612, síra Guðmundur vefengir að það sé satt, er
Jón lærði segir, að hann hafi barið og hrakið drauginn, því
draugar séu andar, sem ekki séu áþreifanlegir, segir hann að
Jón sé í afhaldi hjá mörgum alþýðumönnum og gripi þeir til
særinga Jóns, þegar þeir verði fyrir freistingu vondra anda.
Guömundur Einarsson segir að djöflamergðin sé ógurlega
mikil, vitnar hann í Luther og segir: »djöflarnir fljúga og
sveima í loptinu upp yfir oss sem ský og í kringum oss so
sem mýflugur með óteljandi fjölda, láta endur og stundum
sjá sig í margvíslegum myndum bæði í loptinu og á jörðunni,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0056.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free