- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
45

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

45

sjá og horfa á oss og sitja um oss, hvernig þeir geti oss
mein og skaða gjört á sálu og lífi, og hvar þessi vondi andi
er eða fer þá er hann í sínu helvíti, þá hann kvelur og
plágar mennina þá missir hann ekki sínar plágur, og þá hann
gjörir mönnum hæðstan og mestan ekka og tjón, þá fær hann
að sönnu ekkert gagn þar af, utan gleði og skemmtan aðeins«.

Síra Guðmnndur talar því næst um galdrastafi. hvernig
fjandinn hafi fundið þá upp og kennt mönnum, og svo um
ýmsa galdraformálaoggaldralækningar, oger sumt það, sem hann
segir um þessa hluti, mjög viðbjóðslegt. Þar sem töframenn
opt blanda guðsorði i galdraþulur sínar þá hefir síra
Guð-mundur skýringu á reiðum höndum, hann segir að
galdra-menn fari að eins og eiturbyrlarar, að þeir setji eitthvað sætt
saman við beiskt eitur til þess að blekkja menn: ^Þeir blanda
saman við »superstitionis venenum« það er við djöfulsins
ólyfjan dýsætu guðsorða hunangi, svo að það taki beiskjuna
af þvíliku nöðrugalli, sem i þeirra stöfum, reglum og
van-skildum orðum er hulið«. Guðmundur prestur tekur mörg
dæmi úr ýmsum galdrakverum, sem hann hefir séð, og
út-listar þau, lýsir ýmsum göldrum og telur upp ýmsar rúna
og töfralistir. »Allmörgum þeim, sem þessa töfralist læra,
þeim verður aldrei kennt i Kristi skóla að tala rétt sitt
móður-mál, auk heldur að hafa vit á guði skapara himins og jarðar,
lifa þeir eptir munn og maga sem skynlaus dýr, hugsa hvorki
um himnaríki né helvíti«. Þessum mönnum liggur aptur á
móti allt opið, er töfralist snertir. Sira Guðmundur kvartar
sáran undan því, hve valdsmenn á íslandi séu
skeytingar-lausir og ónýtir í því að bæla niður galdra á íslandi og
forsómi skyldu sína; vill klerkur sanna það af ritningunni að
galdramenn séu réttdræpir1 og konungar Gyðinga hafi látið
drepa suma, segir hann að það sé nú siður og vani í öllum
löndum að brenna galdramenn og lögboðið; segist höf. í
Kaupmannahöfn 1589 sjálfur hafa séð með eigin augurn 13
galdrakonur brenndar og leggur því næst út á íslenzku laga-

’) Ritningargreinir þær. sem hann vitnar í, eru helzt 3. Mósesb. 20.
27 og Es. 47., 12-15.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0057.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free