- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
46

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

46

boðið 12. oct. 1617 um galdramenn. Þrátt fyrir guðs og
manna lög segir hann að valdsmenn allir sofi yfir þessu kukli
eins og þeim væri stungið svefnþorn, og þó hafi þeir með
embéettiseiði sínum lofað að þjóna guði og konunginum;
»al!ar þjóðir hreinsa sín lönd af soddan mönnum
(galdra-mönnum), en vorir valdsmenn láta þá kyrra. vel ef þeir sumir
hafa þá ei í virðingum hjá sér«. Segir höf. að höggormurinn
gangi því óhindraður í hlvkkjum og bugðum um þetta land.

Seinni hluti ritsins er allur um »Fjandafælu« Jóns
Guð-mundssonar málara og tannsmiðs. Höf’. andmælir og hrekur
grein fyrir grein ýmsar hjátrúarkenningar Jóns lærða um
drauga, huldufólk, særingar og annað þvílíkt, en er þó engu betri
sjálfur. Mergur málsins er þó að sýna, að það sé aðeins
bragð kölska, er hann læzt hopa á hæl fyrir særingum Jóns,
en hertekur engu að síður sál hans og ómenntaðra
alþýðu-manna, er trúa orðum tannsmiðsins. Segir síra Guðmundur
að Jón sé vissulega útvalinn af djöflinum til legáta og
kenni-föðurs og að hann og hans líkar muni að endingu allir fara
til helvítis, ber hann enn fremur Jóni á brýn. að hann veki
sundrungu í héraði. fari með buldur, mas, rugl og vondar
ræður og tæli marga á glapstigu. Prestur endar ritið með
hjartnæmri bæn um, að guði vildi þóknast að afmá úr þessu
fátæka landi alla töfrabelgi og burt hreinsa »öll þvílik
ónvt-samleg skröppublöð úr hinum íslenzka víngarði«.

Rit séra Guðmundar þótti í þá daga ágætt og merkilegt,
en sýslumönnum líkuðu þó ekki ummæli þau, sem í ritinu
voru, um afskipti íslenzkra valdsmanna af galdramönnum.
Ari Magnússon í Ögri tók upp þykkjuna fyrir þá og skrifaði
svar í þeirra nafni1. Ari telur rit Guðmundar Einarssonar i
öllum aðalatriðum loflegt og nauðsynlegt, því að af því fái
alþýða manna, sem litið skvn ber á galdrastafi, töfra og sæi
-ingar, réttan skilning á þessum hlutum, »held eg«, segir Ari,
»þann fróma mann Iofsverðan, sem fyrir sólunni hefir þvilíka.

’) Ritgjörð Ara Magnússonar hefi eg ekki séð nema í einum stað.
í hdrs. J. S. nr. 606. 4°; í handriti þessu, sem upprunalega hefir verið
í safni þorvaldar Sivertsens í Hrappsey. eru vms önnur merkileg
galdra-rit frá 17. öld. uppskrifuð af Ólafi Jónssyui í Arney árin 1768—71.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0058.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free