- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
50

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

50

ístru úr dauðum manni og láta í öskjur með þriggja
nátta tungli, lesa síðan yfir, það til væri gjört í þeirri helvízku
handbók, síðan senda þangað vildi, sitt hlýddi til hvers.
Hihgað hníga allar missýningar, uppvakningar, upplognir
kveð-lingar, þesskonar særingar, formælingar undir nöfnum guðs,
uppdiktan afskaplegra orða. bein manna og dýra, viðbindingur
blaða og bókfellshringa, mvndir, metall, steinar og
guðlöst-unarfullt djöfulsins gránafna sískrif og annað; í hverju og
fvrir hvert djöfullinn er kröptugur í vantrú þeirra. er brúka,
og að reyna þá, er til verða. Eigi er í þessum hlutum annar
kraptur, en sá samstendur af þeim pact og gjörningi, sem
djöfullinn og galdramaðurinn hafa gjört innbyrðis*. (Kap.
17, um nokkur galdraform).

Enn fremur má geta tveggja annara galdrarita, það eru
rit þeirra sira Sigurðar Torfasonar og Daða Jónssonar
sýslu-manns, sýna þau eins og hin ritin, hve annt þessir menn hafa
látið sér um, að fræða alþýðu um þann háska, sem henni
var búinn af galdramönnum og öðrum útsendurum
and-skotans.

Síra Sigurður Torfason á Melum (f 1670), bróðir
Þor-móðar Torfasonar, skrifaði rit um galdra1 árið 1655; segir
hann þar frá uppruna töfra og kemst að þeirri niðurstöðu,
að »töfrakonstanna upphaf og rót sé engin önnur, en sá
arge djöfull og andskoti*; talar hann um áhrif kölska á
heitn-inn, hvernig hann hafr fyrst feingið yfirráð yfrr hinum
róm-versku keisurum og svo yftr páfa og biskupum, þangað til
drottinn sendi Lúther til þess að frelsa kristnina, þó segir
prestur að kölski enn geti svo miklu ráðið, að mestur hluti
heimsins sé sokkinn niður í svívirðilega trúarvillu, segir hann
að kölski sé búinn að klófesta Kalvínstrúarmenn, og jafnvel
í lútherskum löndum uppveki hann »arga skálka« til þess
að koma fram með villulærdóma og galdra. Islendingum
skiptir síra Sigurður i þrjá flokka: 1° guðsbörn rétttrúuð, 2°
galdramenn, sem hafa afsalað sig guði og á hendur falið sig

Stutt ágrip um galdrakonstir og þeirra verkanir. A. M. 697, 4°.
41 blað í 4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0062.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free