- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
51

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

51

djöflinum. Galdrana framkvæma töframenn þessir með orðum
og stöfum, sem þeir ekki skilja, og djöfullinn hefir þessa sína
þjóna »að leikfælu, spotti og aðhlátri«. Töframönnum, segir
hann, að eigi að hegna með tímanlegum og eilifum dauða og
færir rök fyrir þvi; 3° í þeim hóp eru þeir, sem reyndar
ekki tilbiðja djöfulinn, en hræðast hann þó og eigi siður
galdra-mennina, alveg eins og kölski og hans útsendarar væru guði
yfirsterkari; telur hann þetta heimskulegt, að hræðast meir
þá, sem líkamann deyða, en þann, sem getur deytt bæði sálu
og líkama. Aðalefni ritsins eru stórorðar ræður gegn
galdra-mönnum og endar prestur prédikunina með þessum orðum:
^l^að eru stór undur og mikið furðandi náðargæzka vors guðs,
að jörðin ekki upplýkur sér og kvika í sig svelgir til helvitis
niður þessa ráðgjörnu drottins spottara og það, að helvíti
ekki öndinni vítt í sundur slær og gininu upplýkur, að gleypa
í sig og í sig að svelgja þessa svívirðilegu galdrakroppa,
sem svo hnevxla söfnuðina«.

Daði Jónsson sýslumaður i Kjósarsýslu (f 1682) skrifaði
rit um galdra 1670, til þess að vara menn við þessari
»pest-isku íþrótt, er svo fádæmilega grasserar hér í þessu íslandi,
mitt á meðal vur, sein viljum vera sannir kvistir á lifsins
trénu Jesu Christo«; segir Daði að alþýða manna á Islajidi
álíti það litla synd, þó menn fáist eitthvað við kukl og
sær-ingar, og því segir hann að það verði að brýna það alvarlega
fyrir mönnum, hve heimskuleg slík skoðun sé, eins áliti sumir
fjölkyngi og forneskju »hégómadikt og leikspil«, en ekki
er Daði á því máli; allt slíkt segir hann þvert á móti sé hin
rammasta »afguðadýrkun«1.

’) Einföld declaratión og útskýring um fordæður, forneskjur og
töframenn, þeirra machinatión og hvað þar um sé haldandi. Hdrs. J. S.
606-4° (vantar aptan af). Kaflar ritsins eru þessir: »1° Hvað galdur,
fjölkyngi og þesskonar sé í raun og veru, 2° Um tvöfalda fjölkyngi,
3° Uppruni og orsök gatdralærdóms, 4° Um lækningar og bætur
galdra-manna, 5° Um refa og annara dýra stefnur, 6° Um öl eða vín, að tappa
úr enni manns stokkum eða stömpum, item mjólkurtilbera, 7° Um
skruggur, hagl. eldingar. storma og stríðviðri, 8° Um galdra með
göldrum burtdrifa, 9° Um signingar og særingar.

4*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0063.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free