- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
52

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

52

15. Náttúruþekking íslendinga á 17. öld.

Siðabótin kom mikilli hreifingu á allt andlegt líf
Norður-landa, rannsóknarandinn óx smámsaman, svo kreddurnar gátu
ekki kæft hann niður algjörlega. Heimsskoðun miðaldanna
ræður þó á þessari öld enn mestu, allur þorri lærðra manna
og öll alþýða er rígbundin fornum venjum og hugmyndum, svo
það ber enn þá lítið á hinum sjálfstæðari vísindamönnum.
Visindin eru á þessari öld í meginlöndum álfunnar aö reyna
að varpa af sér hýðinu, undirstöðuatriðin eru að skapast og
kom-asti fast form, en hinn gamli ókrítiski fróðleikur, hjátrú og
hind-urvitni, ráða mestu hjá almenningi; uppgötvanir
náttúruvísind-anna, er einstakir menn gera, hafa enn lítil áhrif á lífið og
hugsunarháttinn og meginþorri lærðra manna er enn eigi
snortinn af framförum náttúruvísindanna ; það eru tiltölulega
örfáir menn, er byggja rit sín á krítiskum og rökfræðislegum
grundvelli, þeir menn voru enn fáir, sem skoðuðu eða
athug-uðu nokkuð, flestir fræðimenn höfðu allt sitt vit úr bókum,
en færri voru þeir, er reyndu að draga skynsamlegar
álykt-anir af þeim náttúru athugunum, er fyrir lágu. Það voru
einkum eðlisfræði, stærðfræði og stjörnufræði, sem tóku
stór-kostlegum framförum á þessari öld og mikilmenni hvert öðru
meira kepptust um að leggja undirstöðusteina undir
visinda-byggingu þá, sem vér nú höfum; það þarf ekki nema að
minna á Newton, Descartes, Huygens, Galilei, Copernicus og
Kepler, sem allir voru uppi á þessari öld. Það var ekki
undarlegt þó þessir menn væru ofsóttir og ættu örðugt
upp-dráttar, því þeir kipptu fótunum undan hinni gömlu
heims-skoðun, sem kirkjan og félagslif miðaldanna var byggt á.
Þær fræðigreinir, er snerta lifandi hluti, dýr og jurtir, voru
enn á lágu stigi, og dýrafræði og grasafræði urðu varla sannar
visindagreinir fyrr en um miðja 18. öld. í allflestum
fræði-bókum á 17. öld, er snerta dýr, grös og steina, er safnað
óreglulega saman ýmsum lýsingum þessara hluta og þar innan
um blandað alþýðusögum og hjátrú; menn fást mest við það,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0064.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free