- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
54

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

vísindamönnum þessarar aldar, hann ritaði margar merkilegar
ritgjörðir um bvgging mannsins, fann svitakirtlana og ýmsa
aðra kirtla, rannsakaði heilann o. fl. og gjörði allstaðar nýjar
upþgötvanir; í jarðfræði för hann langt fram úr
samtíðar-mönnum sínum, skoðanir hans í þeirri grein kunnu menn
ekki að meta fvrr en rúmri öld síðar. Caspar Bartholin
hinn eldri (1585—1629) og hinn vngri (16c5—1738), Ole Borch
(1626—1690), Ole Worm (1588—1654) og margir fleiri danskir
menn voru frægir læknar og ágætir vísindamenn; Simon
Paulli (1603—1680) ritaði hina fyrstu dönsku grasafræði og
marga fleiri merka vísindamenn mætti telja. Flestir þessir
menn voru kennarar við háskölann og allir læknar (nema
Tycho Brahe); þegar slíkum mönnum var á að skipa og
Friðrik III. konungur (1648—1670) var mjög hlynntur þessum
vísindum. þá var eðlilegt þó læknisfræði og náttúruvísindi
væru í miklum blóma í Danmörku.

Vér höfum fyrr geíið þess, að flestallir íslenzkir
náms-menn, er sigldu á 17. öld, fóru til háskólans í
Kaupmanna-höfn; af því vísindalífið þar var i svo miklum blóma, þá
nutu eðlilega íslenzkir námsmenn þess líka og þaðan stafar
eflaust beinlínis og óbeinlínis hin fjölbreytta þekking. er lýsir
sér í mörgum ritum íslendinga á 17. öld. Þekking í
stærð-fræði og náttúrufræði, eptir þeirra tíma sniði. var þá fremur
algeng hjá skólagengnum Islendingum, enda fengust flestir þeir,
er nokkra fróðleikslöngun höfðu, dálítið við flestar fræðigreinir,
er menn þá stunduðu. Kringumstæður íslenzkra fræðimanna
voru þó bágar, þeir voru svo fátækir, afskekktir og einmana,
að ekki er að búast við, að náttúruvísindin næðu hér neinum
verulegum blóma, end.i verður því ekki neitað, að þeir
Is-lendingar, sem fást við þesskonar fræði á 17. öld, eru flestir
mjög ósjálfstæðir, athuga lítið sjálfir, en treysta eingöngu
útlendum bókum: nýjar athuganir sjást ekki opt í ritum
þeirra, og nýjar hugsanir enn þá sjaldnar. Það er bezt merki
hinnar andlegu fátæktar, að sumir fræðimenn t. d. Jón
Daða-son lýsa svo íslandi, sem þeir allt af hafa fyrir augum, að
þeir telja upp það. sem útlendingar segja um landið, en bæta
sjálfir engu eða litlu við um íslenzka náttúru. Menn rýna í

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0066.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free