- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
55

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

55

bækurnar, en eru andlega blindir, þegar kemur undir bert
lopt; þetta hefir lengi brunnið við hjá oss íslendingum og
það jafnvel enn á vorum dögum. Eins og eðlilegt er, voru
náttúruvísindin íslenzku ákaflega blandin hjátrú og
hindur-vitnum og fyrir hugskoti alþýðunnar var hvorttveggja þetta
svo nátengt, að allir náttúrufróðir menn áttu að vera
göldr-óttir; þessi skoðun hefir haldizt sumstaðar hjá alþýðu fram á
19. öld.

Sökum þess að öll náttúrufræði á 17. öld er svo nátengd
læknisfræðinni og af því flest það, sem þá var ritað á Islandi
um dýra, grasa og steinafræði er innan um læknisráð,
marg-samtvinnað i lækningabókunum, þá tölum vér hér fyrst dálitið
um íslenzka lækna á 17. öld. Þó læknisfræðin væri komin
á hátt stig við hinn danska háskóla, þá stunduðu þó fáir
Islendingar þá fræði eingöngu; hér á landi var lítið eða
ekk-ert til viðurlífis fyrir þá, sem eingöngu voru læknar, allir
urðu að hugsa um að ná í prestsembætti,
skólakennaraem-bættin voru illa launuð og optast aðeins ætluð ungum
mönn-um, er seinna ætluðu að gjörast prestar. Þó fengust
all-margir íslendingar við lækningar í hjáverkum sinum og sumir
höfðu við háskólann lagt stund á læknisfræði og náttúrufræði.
margir sneru útlendum lækningabókum á islenzku og gengu
af þeim mörg eptirril um land allt. Mjög margar íslenzkar
lækningabækur frá 17. öld eru enn til i handritasöfnum og
eru þær margar hverjar skjóttar og skjöldóttar að efni og
útliti; þar er öllu mögulegu ruslað saman, innan um
læknis-ráðin eru allskonar hindurvitni, enda eru flest þessi
lækn-ingakver rituð upp úr mörgum bókum og allskonar
sundur-leitt efni sett i eitt1. I lækningakveri, sem eg hefi liggjandi
fyrir mér, er eg rita þetta, eru t. d. innan um læknisráðin
greinir um dýr, grös, steina og náttúru þessara hluta, um
eðlisfar og fjórar náttúrur mannsins, um getnað mannsins,
ráð til að verjast galdri, til að skilja fuglamál, afla sér vináttu,
evða músum, fæla villidýr o. s. frv. Þá eru enn fremur ráð

’) Langflestar lækningabækur eru í handritasafni Jóns Árnasonar,
sem nú er undir ýmsum númerum í hdrs. J. S. og Lbs.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0067.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free