- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
59

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

59

síðast á Reynivöllum frá því 1618 til 1642: það ár, 20. febr.
tök snjóflóó á nóttu öll hev á Reynivöllum og fjós með 13
nautum, en 2 komust af, ekki sakaði stað né kirkju, fólkið
flvði i kirkjuna og sagði prestur það væri óhætt, en eptir 57
ár mundi Revnivallapresturinn verða að vara sig.1 Síra
Oddur varð nú að yfirgefa jörðina og fékk eptir tillögu
Brynj-ólfs biskups á prestastefnu á Breiðabólstað (25. okt. 1643)
styrk af öðrum prestaköllum til viðurlífis, þá fór hann til
stjúpsonar síns Jóns Sigurðssonar barlskera í Kársnesi og dó
þar 16. okt. 1649, 84 ára gamall.2 Síra Oddur hafði mikið
orð á sér fyrir lækningar. hann læknaði, að þvi sem sagt er,
f’yrstur sárasótt3 með drykkjum, sú sótt var hér áður mjög
al-menn og mannskæð; segja menn, að sárasótt þessi rénaði og
hyrfi eptir að tóbaksbrúkun varð almenn. Eptir orði því, sem
af síra Oddi hefir farið, á hann að hafa verið mikill
gáfu-maður og i allt fær; með því hann var náttúrufróður hugðu
margir að hann væri göldróttur, forspár og kæmi fátt á óvart,
það var jafnvel sagt um hann. að hann leggði það í vana
sinn »að ganga í hóla«. Síra Oddur lærði hebresku af
sjálf-um sér, hann var rímfróður mjög4 og vel að sér í söng og
hljóðfæraslætti, hann smíðaði sjálfur hljóðfæri og gerði lög
við íslenzka sálma. Margir af afkomendum hans voru
hag-leiksmenn og góðir söngmenn. Oddur prestur sneri dönsk-

’) Á sunnudagskvöld í miðjan þorra 1699 tók snjóflóð bæinn á
Reynivöllum og þar fórst Oddur prófastur Jónsson. sonur Jóns
Sigurðs-sonar bartskera. Árb. Esp. VIII. bls. 63.

s) Jón Halldórsson: Prestaæfir í Skálholtsstipti, Rask nr. 55-4° bls.
221, 184—86. Jón porkelsson: Digtningen paa Island, bls. 479. J. H.
segir siia Odd fæddan 1564, vígðan 1586.

3) Sárasótt halda sumir að hafi verið »syphilis«, þó vita menn
ekk-ert um það með vissu. Sbr. P. A. Sclileisner: Island, Kbh. 1849, bls.
57 — 58. F. J. Hist. eccles. Isl. II. bls. 533- 34. Jón Magnússon lýsir
sárasótt þannig: »Á likamanum koma út hingað og þangað sár, þar
og þar, sem jafnan út flýtr af vessi, og vilja með engu móti gróa, og
þó sum grói. koma út aptr önnur í sama stað eðr öðrum, þar til
lík-aminn verðr að kalla allur hrálka með óliðandi sviða og sárindum«.
Jón Ól. Grunnvíkingur: Lex. Isl. »hrálka«.

4) Rím síra Odds er enn til A. M. nr. 181-8°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0071.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free