- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
60

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

60

um og þýzkum lækniugabókum á íslenzku, og voru bækur
hans almennt notaðar á landi hér á 17. öld og lengur. Til
er enn handrit af lækningabók eptir síra Odd og er á því
riokkuð vísindasnið eptir þeirra tíma hætti; þar eru mörg
ís-lenzk sjúkdómanöfn. allmikið um meðalagjörð o. fl.1 Síra
Oddur hefir ritað dálítið um íslenzkar jurtir2 og segir
rit-gjörðin mest frá læknisjurtum og notkun þeirra. eins og þá
var títt, og er í því efni eflaust farið mest eptir útlendum:
en ritgjörðin ber þó með sér, að síra Oddur hefir þekkt
all-raargar íslenzkar jurtir og safnað þeim. því hann segir
sum-staðar vaxtarstaði og lýsir sumum jurtum dálitið, þó það sé
nú samt sjaldan; í ritgjörð þessari eru ýms íslenzk nöfn og
það jafnvel á fágætum jurtum, hin vísindalegu (latnesku)
nöfn eru mjög á ringulreið, eins og eðlilegt var í þá daga,
heilli öld áður en Linné fæddist, Síra Oddur Oddsson ritaði
og ýmislegt guðfræðislegs efnis og orti sálma.

Grasafræðin var i þá daga nátengd læknisfræðinni, því
grösum var aðeins safnað til þess að hafa þau til lækninga,
og öll grasafræðisrit frá þeim tíma eru því nær ekki um
annað en notkun grasanna, lýsingar sjást sjaldan og eru opt
ónógar; að stunda grasafræði eingöngu til vísindalegrar
þekk-ingar datt engum í hug. I fiestum lækningabókum 17. aldar
eru talin útlend og innlend grös og getið um náttúru þeirra;
er flest tekið úr útlendum bókum, en sumt er þó íslenzkt
innan um. Enn þá má þó græða dálitið á grasabókum
þess-um, því í þeim eru mörg íslenzk grasanöfn og sumstaðar er
getið um vaxtarstaði. Af þeim, sem safnað hafa íslenzkum
grösum og athugað þau nokkuð, má fyrst telja síra Odd, er

’) 1 lækningabók síra Odds í hdr. A. M nr. 700A-40 er
sjúkdóm-unum skipt niður eptir limum og líkamspörtum mannsins.

3) Um nokkrar jurtir. A. M. nr. 190-8°. Á sömu bók er ýmislegt
á latínu um jurtir, og svo: De stirpium generibus ex Remberto Dodoneo,
um blóðtökur o. fl. Jón Guðmundsson lærði gerir lítið úr grasaþekkingu
síra Odds, en það mun stafa af því, að Jóni var illa við síra Odd, af
því hann var einn í dómnum á Eessastöðum 1. ág. 1631, er dæmdi
Jón útlægan (alþingisbók 1637. nr. 2); í grasafræði er þó Oddur
auð-sjáanlega Jóni miklu fremri.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0072.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free