- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
61

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

01

fvrrgátum vér um. og þá Kristián Villatsson. Jón Guðmundsson
lærða, Jón Daðason og fremur öðrum Þórð Vídalín. 1
lækn-ingabók Kristiáns Villatssonar er nokkuð talað um íslenzk
grös; helztu grasapláss segir hann séu í Otrardal, fvrir ofan
Mýrar og í Búðahrauni. »Svo sagði Clemens mér, er var í
Húsavík. að í Drangey norður yxu mjög mörg grös og góð
og velflestar Veneris jurtir, er fávísir kalla brönugrös«.x
Margir fleiri munu hafa fengizt viö grasafræði og ritað
dá-litið um grös, þó vér eigi vitum nöfn þeirra; eins og vér
áður höíum sagt eru grasakaflar í ílestum lækningabókum,
en efni þeírra er optast ómerkilegt.2 Það er sagt um síra ISarfa
Guðmundsson í Möðrudal, að hann hafi verið mjög
náttúru-fróður, og fengizt mikið við að skoða grös. Narfi var bróðir
Bessa sýslumanns Guðmundssonar, hann var 14 ár utanlands
og stundaði heimsspcki, náttúrufræði og læknisfræði í Svíariki,
kom svo út hingað og fékk Möðrudal á Fjöllum 1672 og átti
þar afskekkt og illt lif. Narfi var listamaður um margt, en
undarlegur í ráðlagi, vfirgaf prestsembættið og lifði eptir það
i mesta basli og fátækt: hann dó um 1710. Narfi þótti
hepp-inn læknir og var álitinn margfróður, forspár og göldróttur,
hann safnaði steinum og grösum og gjörði kemiskar tilraunir;
ekki hefi eg þó orðið var við, að rit liggi eptir hann, nema
lækningabók og kviðlingur einn.3

Einn hinn merkasti náttúrufræðingur á Islandi á 17. öld
var pórður Vídalín (1662 — 1742), og fékkst hann líka
tölu-vert við grasafræöi, þó hefi eg ekki orðið var við sérstakt
grasarit eptir hann, en í nafnlausri ritgjörð, sem geymd er í

’) Hdrs. J. S. 158, fol.

2) Af handritum hér á söfnunum, sem tala um grös, eru þessi
helzt: Hdrs. J. S. nr. 422-8°. þar eru talin 30 íslenzk grös og
læknis-kraptur þeirra; J. S. 421-8°, þar eru sagðar sögur um yms íslenzk grös,
fjögralaufasmára o. fl. Lbs. nr. 223-8° (einirberja og hvannarótadygðir
o. fl.); enn fremur er getið um grös í hdrs. J. S. 248-4°, 302 og 420-8°,
Lbs. 632-4°, 367-8° og víðar. eitthvað í flestöllum lækningabókum.

s) Jón Ól. Grunnvíkingur: Hist. lit. Isl.. B. U. H. Add. 3. fol.
Thorchillii: Specimen, J. S. 333-4°, bls. 266—67. Jón Halldórsson:
Prestaæíir. Rask 55-4°. bls. 9. Lækningabók síra Narfa. hdrs. bmf.
Kmh. nr. 115-8°; vísa ort 1705, hdrs. Bmf. Kmh. 639-8°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0073.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free