- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
63

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

63

þrennt, í viði, lyng og jurtir; af viðum telur höf. birki,
reynir, 3 tegundir af víðir, einir og þyrnir; af lyngtegundum
telur hann sortulyng, krækiberjalyng, beitilyng, bláberjalyng,
aðalbláberjalyng, hrútaberjalyng og jarðarberjalyng; af hinum
eiginlegu jurtum telur hann um 50 tegundir.1

Um íslenzka dýrafræði ritaði Jón Guðmundsson lærði
mest og gerði ýmsar athuganír þar að lútandi. mest reit hann
þó um hvali og sjóardýr; flest alþvðleg rit um dýrafræði á
17. og 18. öld eru meira og minna af hans toga spunnin; í
Gandreið Jóns Daðasonar er og ýmislegt um íslenzka fugla
o. fl., en yfir höfuð að tala hafa menn á 17. öld minna
feng-izt við dýrafræði, en grasafræði, þó eru í sumum
lækninga-bókum nefnd nokkur íslenzk dýr, er menn hugðu góð til
lækninga og þar eru sumstaðar sagðar kynjasögur um dýr.
Hér og hvar í bókum þeirrar aldar eru kaflar um skrimsli
og kynjadýr og eru frásagnirnar byggðar á skröksögum og
rangri eptirtekt; Gisli biskup Oddson var mjög trúaður á
slikar sögur. Enn má geta þess, að viðskipti Islendinga við
Ola Worm urðu til þess, að menn fengu betri hugmyndir en
áður um sum íslenzk dýr, einkum um náhvelið; Þorlákur
biskup Skúlason reit töluvert um þennan hval og gerði af
honum mynd; Hannes Þorleifsson (f 1682) og Þorkell
Vida-lín rituðu nokkuð um óskabjörninn o. s. frv. Síra Einar
Olafsson, sem varð prestur á Stað i Aðalvik 1677 og dó
1721, lagði út úr hollenzku allstóra dýrafræði eptir Nylandt
og Hextor, og var sú bók töluvert notuð á íslandi.2

Það sem ritað var um steina á 17. öld. var
langómerki-legast, það er ekkert annað en hjátrú og kerlingabækur,
engar lýsingar, en mjög ótrúlegar steinasögur. gamlar og nýjar;
þær hafa aðeins þýðingu fyrir þjóðsagnafræðina, en ekkert

’) Hdrs. A. M. 416B-40, bls. 18—19.

’) Theatrum viventium eður sjónarspil jarðneskra skiepna. manna.
dýra, fugla og fiska, af Pétri Nylandt og Johann frá Hextor. Prentuð
í Amsterdam A° 1772; útlagt úr hollenzku af síra Einari Ólafssyni á
Stað í Aðalvík Thott nr. 646 og 647-4°. Eptirrit Snorra Björnssonar
á Húsafelli 1792, hdrs. J. S. nr. 246-4°; brot af sama riti J. S. 601-4°.

1 handritum þessum eru margar myndir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0075.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free