- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
65

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

65

einnig stutt landaskipunarfræði eptir síra Gísla B.jarnason í
Grindavik (ý 1656);1 ferðabók Jóns Olafssonar Indíafara
(1593—1679) segir og frá fjarlægum löndum og þjóðum. Vel
getur verið að fleiri landfræðisbækur frá þeim tíma séu til,
þó eg hafi ekki rekið mig á þær í handritum.

Stærðfræði stunduðu margir íslendingar á 17. öld, sumir
fengust og við stjörnufræði og eðlisfræði og varð þessi
kunn-átta til þess, að menn fóru optar en áður að mæla
hnatt-stöðu vmsra staða á íslandi og fengust þannig betri
ákvarð-anir um legu landsins en áður. Enga grein stærðfræðinnar
stunduðu menn þó af jafn miklu kappi eins og rúmfræðina,
enda var það eðlilegt, úr því það hefir svo mikla þýðingu
fyrir daglegt Iíf að vita nákvæmlega hvað tímanum liður, og
árleg almanök tíðkuðust ekki fvrr en löngu -seinna.
Guð-brandur biskup Þorláksson gaf fyrstur út íslenzkt
»Calenda-rium« 15762 og svo aptur 1611; árið 1671 gaf Gísli biskup
Þorláksson á Hólum enn út rím með ýmsum viðaukum um

r

væntanlegt árlegt veðráttufar og dálítið um lækningar3. Arið
1687 lét Þórður biskup Þorláksson prenta »litla rím« aptan
við Olearii bænir4 og »Galendarium perpetuum« 1692.5 í því

»Um jarðarinnar deiling* Lbs. nr. 210-8°; í sama handriti er
líka »stutt ágrip náttúruþekkingar til nota fyrir viðvaninga. út af
nátt-úrurannsakara nvjustu uppgötvunum. af Georg Rothe, þrykkt í Kmh.
1770«. í Lbs. nr. 391-4° er »Lothari skynsamlegar undirvísanir um
sitt hvað, vatn. sjó, jörð, lopt. eld. sól, stjörnur. tungl etc. Þar í er
ýmislegt, er snertir almenna landfræði.

2) Calendarium. Isiendskt Rijm, so menn mættu vita hvad tijmum
ársins líjdur. med því hier er ecki árleg almanach. Med lijtellre
Ut-skijringu og nöckru fleira, sem ei er óþarflegt ad vita. s. 1. & a., er til
á Lbs.

3) Calendarium eður íslendskt rijm, so menn meigi vita hvad
tijmum ársins lijdur. med þvi hier er ecke árleg almanök. Hólum
1671. Aptan við er: Lijted Pro’gnosticon um árlegt veðráttufar eirnin
árferde. epter þeim fjórum fjordungum ársins. sem og um vinda og
krankdæme. item um böd, lækningar og blóðtökur epter því sem lærðir
menn hafa af náttúrlegum orsökum observerat. Form. obl. ,

4) Rijmtal íslendskt til að vita hvad ársins tijdum lijdur.
Skál-holti 1687. Mjög lítil bók. rúmir 2 þuml. á hæð og rúml. l’/aábreidd.

5) Calendarium perpetuum. Ævarandi tijmatal eður rijm iislendskt
til að vita hvad ársins tijdum líður. Skálholti 1692.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0077.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free