- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
66

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

66

rími er ýmislegur fróðleikur, meðal annars er sagt frá
hnatt-stöðu ymsra staða á Islandi, um lengd dags og nætur á
Is-landi, um eyktamörk, um lækningar o. fl. Margir aðrir
rit-uðu rím, sem ekki liafa verið prentuð, eins og t. d.
prest-arnir Oddur Oddsson, Páll Björnsson í Selárdal, Jón
Sig-mundsson í Þykkvabæ (1640—1725), Ólafur Jónsson í
Grunna-vik (1672—1707), Auðunn Benediktsson á Borg (f 1707),
Gisli Bjarnason á Stað í Grindavík (f 1656), í’órður
Sveins-son i Aðalvik (f 1667), Sigurður Torfason á Melum (f 1670)
o. fl.; Gísli Jónsson í Melrakkadal, Guðmundur Bergþórsson
(f 1705), Arni Þorvarðsson (f 1702)1 og Ólafur
Guðmunds-son á Sauðanesi (1537—1608) ortu rimvisur;2 jafnvel kvenn-

r

fólkið fékkst við rím, það er t. d. sagt um móður Arna
Magn-ússonar, að hún hafi verið mjög rímfróð,3 og ótal fleiri karlar
munu hafa fengizt við rímfræði, þó þess sé ekki getið. Um
1650 lét Gísli Einarsson prenta tvö hin fyrstu íslenzku
al-manök í Kaupmannahöfn og árið 1684 er það talið til
tíð-inda í annálum, að þá hafi til landsins komið islenzkt
al-manak »er stúdentar héðan af landi höfðu hið fyrra árið sett
á vora tungu með vilja og vitund Bagga Wandels
stjörnu-meistara, hann dó þetta sama ár; eptir hann gjörði almanök
Thomas Valgestein, en þó ei lengi«.4 Hinn nýi stýll, eptir
rími Gregors páfa, var eins og kunnugt er innleiddur á
ís-landi með lagaboði 10. apríl 1700.5

Samfara rímritunum er víða talað um árferði, veðurlag

’) Nokkrar rímvísur eptir hanu eru í þórðarrími 1692.

2) Sbr. Calendarium, Hólum 1671. Um það kveður sira Arngrímur
lærði: Rímvísur rétt saman. ráðsvinnur nam spinna, hann er knýta
kunni, kæn Ijóð á norrænu. kund eg greini Gvöndar. góðmenntan og
fróðan, Ólaf hvör nú hefur. heimgang að Sauðtanga.

3) Thorchilli: Specimen Islandiæ non barbaræ, hdrs. J. S. 333-4°,
bls. 16.

4) Svarfaðardalsannáll, Lbs. nr. 158-4°, bls. 109—10; þetta almanak
er til á l^ndsbókasafninu og er titill þess: Almanak upp á thetta ár
M. D. C. LXXXIV epter Christi fæðing, sem er hlaupár reiknað til
Poli-hæðar 56 gr. 3. an. af Kon. M. Nav. Schol. Direct. Bagga Wandel.
Kaupinhafn.

s) Lovsamling for Island I. bls. 550—552. Árb. Esp. VIII. bls. 69.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0078.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free