- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
67

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

67

og veðurspádóma, og tóku menn einkum mark á jólaveðri,
og spá árferði eptir því upp á hverja vikudaga jólin ber, og
eru rit um það kölluð jólaskrár;1 í annálum 17. aldar er því
optast nákvæmlega getið um veðrið um jólin og nýárið. Frá
þeim tímum eru veðráttubæklingar síra Gisla Bjarnasonar
(1649) og síra Hallgríms Péturssonar;2 þar er talað um merki
þau, er taka má af sólu, tungli, stjörnum, skýjum, blikum,
regnboga, þoku, snjófalli. regni og votviðri, vindi, lopti, eldi,
sjó, fuglum, kvikindum og dauðum hlutum, enn fremur er
þar talað um vetrarfar, merki til gróða og ávaxtar, og
opt-ast er »lítill viðbætir«.

Sumir íslendingar fengust þá einnig við stjörnufræði,
Oddur biskup Einarsson lærði hjá Tycho Brahe, Páll
Björns-son, Gísli Bjarnason, Þórður Sveinsson og Gísli Einarsson
voru og vel færir i þeirri mennt. Gísli Bjarnason og Þóröur
Sveinsson rituðu ýmislegt um stjörnufræði. fiórdnr
Sveins-son var fæddur 1623 og fór úr Skálholtsskóla 1647, hann var
hinn rnesti hugvits og hagleiksmaður, þó hvorki við alþýðu
geð né fyrir veraldlegar sýslanir, hann var fráskiptinn og vel
látinn af góðum mönnum. Þórður vígðisttil Ögurþinga 1652,
en árið 1657 taldi síra Arni Loptsson hann á að hafa brauða-

’) Sbr. t. d. Lbs. 223 og 264-8°, J. S. 246-4°. Jólaskrá í ljóðum
(jólamerkingarsálm) hefir síra Ólafur Guðmundsson ort. Upphaf: »Ef
jólanótt er kyrr og klár, koma mun gott frjófgunar ár«. Seinasta (8da)
erindið endar svo: >Landfarsótt þeim gömlu lógar. leiðangur og
brenn-ur nógar«. (Hdrs. J. S. 531-4°, eptirrit eptir hdrs. í Stockholm, nr.
21-8° chart.). Sumir segja að jólaskrá þessi sé eptir Gisla prest
Bjarna-son í Grindavík. Lbs. 165 8°, í því hdr. er önnur jólaskrá í ljóðum.
Byrjun: »Jólaskrána eg sá einu sinni. jólatíðir voru þar nefndar inni«.
Fornar jólaskrár eru prentaðar í Norges gamle Love IV. bls. 489, 506.

J) Hallgrímur Pétursson: Veðráttubæklingur innihaldandi vita og
merkingar þær eð gamlir skynsamir menn hafa aðgætt og eptir tekið
af sólu, tungli og stjörnum, vindi. lopti og skýjum, item lifandi og
dauð-um hlutum upp á veðráttufar bæði illt og gott. Hdrs. J. S. nr. 74-8°
(19. kap.). Sbr. Atli, Hrappsey 1783. í W. J. van Bebber: Handbuch
der ausubenden Witterungskunde. Stuttgart 1885, I. bls. 9 — 79, er ágætt
yfirlit yfir hugmyndir þær, er menn höfðu um áhrif himintungla á
veðr-áttufar.

4*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0079.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free