- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
68

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

68

skipti við sig á Stað í Aðalvík; varð mál milli þeirra út úr

staðartökunni og árfsíðar fór Þórður alfarinn úr Aðalvík sakir

óyndis, en Arni Loptsson náði aldrei Ogurþingum sakir óvilja

sóknartnanna. Síra Þórður var síðan embættislaus hjá góð-

um mönnum; hann var eitt eða tvö ár hjá síra Páli í Sel-

árdal og skrifaði þar rím 1660, en síðan fór hanu suður að

Skálholti og var þar flest þau ár, er hann enn átti ólifað,

hjá Brynjólfi biskupi Sveinssyni. Síra Þórður var hinn mesti

gáfu og lærdómsmaður og gátu menn varla skilið, hvernig

hann tilsagnarlaust gat komizt niður í erfiðum vísindum,

hann kunni t. d. ágætlega hebresku, en mest fékkst hann

við stjörnufræði og stærðfræði, hann lagði út á íslenzku rit

Copernicusar og fleira stærðfræðislegs efnis. Af hugviti sínu

fann Þórður Sveinsson ýmislegt til verkaléttis, hann kom mastr-

inu í duggu síra Páls í Selárdal, og lét straum hræra sleggju

til þess að berja fisk í Skálholti.1 Nálægt jólum 1666 tók

síra Þórður sinnuleysi og veikleika mikinn, sem leiddi hann

til bana, segir svo frá veikleika þessum í annál Magnúsar

Magnússonar: »1666 kom ofsókn á síra Þórð Sveinsson í

Skálholti, so hann varð sjónlaus, heyrnarlaus, mállaus og

vitlaus á einu augnabragði, lá so það eptir var vetrarins og

fram á sumar í Skálholti með mikilli vöktun, þá sótti hans

bróðir Ólafur hann og flutti vestur til Bæjar á Snæfjallaströnd

á kviktrjám. hvar hann síðan sofnaði 1667, en skömmu fyrir

hans andlát færðist að honum málið, so hann talaði á latínu,

ebresku, grísku og öðrum tungumálum, þó í óviti«.2 Gísli

Einarsson var einn hinn lærðasti íslenzki stærðfræðingur á

17. öld, hann var fæddur 1621 (?), sigldi og var innskrifaður

við háskólann 2. des. 1644; hann stundaði þar af miklu kappi

stærðfræði og stjörnufræði hjá Jörgen From (1605—1651),

/

sem þá var kennari við háskólann í þeim greinum. Arið
1649, 7. april bauð konungur Gisla að fara til Islands og

l) Um æfi síra þórðar, Prestaæíir síra Jóns Haltdórssonar. Rask
55-4°, bls. 483-84. Jón Ól. Grunnvíkingur í hdrs. J. S. nr. 68. fol.
Thorchillii Specimen bls. 14. Vatnsfjarðarannáll, hdrs. J. S. 39. fol.
Árb. Esp. VII. bls. 46.

") Annálar Magnúsar Magnússonar, Lbs. 39. fol.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0080.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free