- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
69

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

69

kenna viö skólann í Skálholti undirstööuatriðin i
reiknings-list, flatmálsfræði og stjörnufræði, og fékk hann í laun afgjald

r

af Flögujörðum í Skaptártungu.1 Arið 1650 kom Gísli til
Tslands og varð heyrari i Skálholti og veturinn sama eptir
jól skólameistari, hélt þó jarðarafgjöldunum fyrir þaö. Meðan
hann var skólameistari, bjó hann i Þrándarholti, en var lítill
búsýslumaður og mjög hneigður til drykkjuskapar. Gísli var
ágætur kennari og mjög vel látinn af lærisveinum skólans,
var því minna tekið á óreglu hans, en annars hefði orðið.
Tvisvar var Gísla vikið frá embætti um stundarsakir, í fyrra
sinn sakir áfloga i drykkjuskap og áverka, er hann veitti
Guðmundi nokkrum Guðmundssyni snikkara; skólasveinar
rit-uðu þá biskupi og báðu, að þeir mættu halda jafn ágætum
kennara, og varð það úr, að hann hélt embætti, en
skóla-sveinar borguðu sekt þá, er hann skyldi greiða.2 í annað
sinn var honum vikið frá fyrir frillulifsbrot, en Brynjólfur
biskup bað konung, að hann mætti halda embætti, af því
enginn annar væri hér á landi, er gæti gegnt því eins vel eða

r

betur. Arið 1661 varð Gísli Einarsson ’prestur að Helgafelli,
giptist 1664 Kristinu Vigfúsdóttur frá Setbergi og dó 1688, 67
ára gamall.

Síra Gísli Einarsson var á þeim tímum álitinn einn af
lærðustu mönnum á íslandi, hann var gæflyndur maður og
hrekkjalaus, þegar hann var algáður, en var lítt sýnt um
veraidlegar sýslanir. Meðan Gísli var í Höfn, gaf hann út
tvö almanök,3 hann reiknaði pólhæð Skálholtssaðar og fannst

’) Magnús Ketilsson: Forordninger og aabne Breve III. bls. 11 —12.
í konungsbréíinu er hann kallaður Gisloff Eivertsson. Segist Friðrik
III. hafa heyrt, að íslendingar kunni ekkert í stærðfræði og því sendi
hann Gísla til íslands, því hann hafi sett sig vel inn í aðalatriði
stærð-fræðinnar.

2) Skjöl um málaferli þessi. rekistefna og rannsóknir um þetta, og
ýmislegt annað og margt fleira merkilegt til skólasögu þeirra tíma. er
að finna í hdrs. J. S. nr. 511-4°.

3) Annað þeirra segist Jón frá Grunnavík hafa séð, það var fyrir
árið 1650 og titill þess: Schriff Calender paa det Aar effter vor Herris
Jesu Christi Födsel MDCL beregnet af Gislao Enario Islando. Prentet

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0081.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free