- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
71

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

71

mælinga og segir: »Væri gott aðrir góðir menn, sem þar
hafa vitsmuni til, vildu betur grennslast eptir þessum
póli-hæðum á landi voru, því margir einkum útlendskir girnast
að fá nokkra vitneskju þaraf«.

Þá má geta þeirra, er stunduðu eðlisfræði og heimsspeki
auk stærðfræðinnar; þar má fyrst nefna Bunólf Jónsson,
skóla-meistara, hann fékkst við margt, fornfræði, málfræði,
eðlis-fræði, stærðfræði og heimsspeki. Runólfur var sonur síra
Jóns Runólfssonar á Svalbarði, sem dó að Völlum 1
Svarf-aðardal 1682, 102 ára gamall.1 Runólfur var innskrifaður við
háskólann í Höfn 21. des. 1640, en kom út hingað aptur
1644, og varð þá skólameistari á Hólum; 1649 fór Runólfur
aptur utan og fékk meistaranafnbót 1650, varð síðan
skóla-meistari í Christiansstad á Skáni og dó úr drepsóttinni 1654.2
Runólfur Jónsson skrifaði ýms málfræðisrit og 1652 var hann
forseti við 12 »dispútatíur« í eðlisfræði og heimspeki, og voru
þeir, sem »dispúteruðu«, allir íslendingar nema tveir; hafði
Runólfur kennt þeim stærðfræði og eðlisfræði, er hann var
mjög hneigður fyrir.3 Af bréfi frá Runólfi til Brynjólfs
bisk-ups Sveinssonar 1645 sést, að hann hefir á Hólum fengizt
töluvert við stærðfræði, og Þorlákur Skúlason segir, að hann

’) Tímarit Jóns Péturssonar, IV. bls. 83. Síðustu æfiár var síra
Jón hjá tengdasyni sínum. síra þorsteini Illugasyni á Völlum; kona
hans. systir Mag. Runólfs. hét Steinvör; bróðir Runólfs. Þorsteinn
Jóns-son, var fyrst prestur á Svalbarði, síðan á Eyðum. hann var
lærdóms-maður og hélt opt barnaskóla, segir síra Jón Halldórsson í
presta-æfum.

2) Eptir alþingisbókinni 1660. nr. 37, er útlit til, að Mag. Runólfur
hafi átt i fjárbralli leiðinlegu eða þá einhver svik hati verið í tafli af
einhvers annars völdum; þá bar Tomás Niculásson fram á þingi
skulda-bréf Runólfs til Thomas Bang, dags. í Bræðratungu 1652, 28. júlí. með
undirrituðum ábyrgðarmönnum, þorláki biskupi Skúlasyni og
sýslu-mönnunum Hakóni Gíslasyni og Benedikt Halldórssyni. og vildi enginn
þeirra kannast við að hafa skrifað undir; Benedikt Halldórsson hafði
ekki komið í 24 ár að Bræðratungu. þorlákur biskup segist af
góð-vilja við Runólf vilja borga 100 dali og Helga Magnúsdóttir (ekkja
Hákonar. systir Vísa-Gísla) 20 dali »af góðvild, en ei skyldu«.

3) Jón 01. Grv. Hist. lit. Isl. B. U. H. Add. 3. fol. F. J. Hist.
eccles. Isl. III. bls. 548.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0083.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free