- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
72

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

72

hafi með hollenzkum skipstjóra 1644 mælt breidd Hóla og
fundizt hún vera 65° 10’, lengdina gátu þeir ekki fundið
sakir verkfæraleysis.1 Af þeim er vörðu ritgjörðir sínar 1652
undir forustu Runólfs Jónssonar, má fyrst og fremst nefna
þá Teit Torfason (f 1668) og Sigurð Torfason (f 1670).
Teitur var sonur sira Torfa Snæbjarnarsonar í
Kirkjubóls-þingum og varð nafnfrægur af afli sínu og hreysti, er Svíar
sátu um Kaupmannahöfn 1660, hann var ráðsmaður
Skálholts-staðar og drukknaði í Reiðnesósi 28. des. 1668. Sigurður
Torfason var prestur á Melum. hann var bróðir Þormóðar
Torfasonar og hefir ritað um galdra, sem fyrr hefir verið
getið.2 Enn fremur varði Þorkell Vídalín þá einnig (1652)
ritgjörð um eðlisfræði.2 Jón Grunnvíkingur segir, að
Ólafur nokkur Magnússon og Jón Olafsson hafi þá varið
rit-gjörðir um svipað efni.4 Einhver Þorleifur Jónsson1 ritaði
líka bækling »um heiminn« 1644.

Hér má geta þess, að Islendingar á þessari öld tóku nú
fyrst að rita ítarlegar lýsingar á eldgosum þeim er urðu.
Oddur biskup Einarsson reit um Heklugosið 1597, og bróðir
hans Ólafur Einarsson (f 1659) um Öræfajökuls og
Gríms-vatnagos 1598; Þorsteinn Magnússon svslumaður (f 1656)
samdi rit um Kötluhlaupið 1625 og var ágrip af því gefið út
á dönsku af Nic. Helduader. Þorsteinn Magnússon var einn
af helztu lagamönnum á 17. öld og hefir ritað inargt um lög.
Um Heklugosið 1693 rituðu þeir Oddur Eyjólfsson
skóiameist-ari (f 1702), Daði Halldórsson í Steinsholti (f 1721) og
þor-lákur skólameistari Þórðarson (f 1697), sonur Þórðar biskups.
Eru rit þessara manna enn þá öll til í handritum.6

1) Hdrs. A. M. nr. 1058-4°. P. Sk. Responsio subitanea. Gl. kgl.
Saml. 2856-4°.

2) Teitur Torfason reit: »De principiis rerum naturalium in genere
et in specie de materia« og »De aquis super coelestibus et cælo
side-reo«. Sig. Torfason: »De temperamento«.

3) *De deíinitione et partibus Phycises« og »De tempore«.

4) J. Ól. Grv. Hist. lit. Isl. bls. 56 og 58.

6) >Dissertatio de mundo 1644« J. Ól. Grv. Hist. lit. Isl. bls. 156.

6) Sbr. Th. Th.oroddsen: Oversigt over de islandske Vulkaners
Historie. Kbh. 1882. bókaskráin aptan við, bls. 135—148.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0084.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free