- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
74

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

74

sagnasnuddari mikill og ákaflega trúgjarn, trúir ölla. sem hann
hefir heyrt, og hneigist helzt aö þvi, sem fjárlægast er
mann-legu viti; hin höflausa hjátrú er sameinuð mikilli
fröðleiks-fýsn og þö þjöðsagnafræöin helzt hafi not af ritutn hans, þá
er þó allmikið innan um, sem bendir á töluverða kunnáttu í
náttúruvísindum og landfræði; þó kunnáttan yfir höfuð sé
á lágu stigi eins og hjá samtíðarmönnum hans á Islandi, þá
sést þó af ýmsu, að hann hefir athugað margt sjálfur. og er
það fátítt á þeirri öld. I stuttu máli, Jón Guðmundsson er
merkilegur maður og þó undarlegur; af ritum hans er ekki
gott aö vita, hvort meir skal undrast iðni hans og fróðleik
eða ofurmagn heimskunnar, en hér verður að gæta þess, aö
hjátrúin var aldarandi og hugsun og röksemdaleiðsla þeirra
tíma allt önnur en nú. Guðbrandur Vigfússon lýsir Jóni
þannig, að hann hafi verið »heiptugur í skapi, sérvitur og
fullur hjátrúar og pápískur i trú og trúði á Maríu og þótti
ófagur hinn nýi siður. Um lærdóm hans er það sannast að
segja, að þó hann sé blendinn, þá hafa fáir þá verið svo
fjöl-fróðir sem hann og víðlesnir«. Jón lærði og Jón Daðason eru
að mörgu líkir, þó er Jón Daðason enn þá sérvitrari; hann
þekkir betur útlend fræöi, en Jón lærði er betur að sér í
íslenzkum fræðum og alþýðutrú; hjátrú Jóns Daðasonar er
ekki alveg eins mögnuð, en aptur er Jón lærði miklu
sjálf-stæðari og íslenzkari í anda. Vér verðum að geta Jóns lærða
nokkuð ítarlega, því frá honum er sprottinn mestallur sá
fróðleikur, sem alþýða i tvær aldir hafði um dýr, jurtir
og steina.

I kvæðinu >Fjölmóð« lýsir Jón Guðmundsson sjálfur æfi
sinni og telur allar þær galdraofsóknir, er hann þvkist hafa
orðið fyrir; Jón læröi var líka kallaður Jón málari eða
tann-smiður, hann var fæddur 1574 í Ófeigsfirði á Ströndum,
1601 reisti hann bú á Stóra-Fjarðarhorni i Kollafirði,
vetur-inn 1607 var hann í Bjarneyjum á Breiðafirði, 1610 eða 1611
í Ólafseyjum fyrir Skarðsströnd. Veturinn 1611—12
hjálp-uðust þeir að, Galdra-Leifi og Jón málari, að kveða niður
hinn alræmda Snæfjalladraug, þá orti Jón »Fjandafælu« og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0086.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free