- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
75

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

75

fleiri kvæði.1 Eptir það var Jón um stund á Vestfjörðum og
komst þar i kynni við Gaskóna, er þá stunduðu hvalaveiðar
hér við land og rændu sumstaðar; var Jón þeim hliðhollur
og varð hann eptir dráp þeirra að stökkva burt af
Vestfjörð-urn fyrir riki Ara i Ögri.2 Dvaldi Jón lærði eptir það um
hríð undir Jökli, en hafði þar þó sjaldan frið, að því er hann
sjálfur segir, Ari í Ögri sendi honum sendingar og gerði að
honum svo mikla galdra að vestan, að jörðin gekk í
bylgj-um undir Jóni. Þá var síra Guðmundur Einarsson á
Staðar-stað að rita á móti »Fjandafælu« og um galdra, og hefir víst
varla litið hýru auga til nábúa sins,3 enda bregður Ari i Ögri
sira Guðmundi um, að hann hylmi yfir með galdraskóla þeim,
er »strákurinn Jón Gvendsson« haldi undir Jökli; um þetta
höfum vér fyrr getið nánar. Út úr galdraorðrómi þeim, sem
gekk um Jón, var honum stefnt til alþingis, en Guðbrandur
biskup skaut þá skjólshúsi yfir hann og tók Guðmund son
hans í skóla; var Jón nú um tíma nyrðra, en eptir dauða
Guðbrands biskups fiæktist hann suður á Akranes 1627; þar
þykist Jón hafa orðið fvrir römmum göldrum og sendingum
frá Ólafi Péturssyni, umboðsmanni höfuðsmanns, sem hann
kallar Náttúlf i ritum sínum. Guðmundur sonur Jóns hafði
f’engið Hvalsnessbrauð og lofazt þjónustustúlku Ólafs
Péturs-sonar, kærði síra Guðmundur, að Ólafur hefði viljað komast yfir
stúlkuna eptir trúlofun við sig, en þá er það hefði eigi dugað,

’) Kvæðabálkar þessir eru þrír: Fjandafæla, »Jesú dreyra dauða og
pin« o. s. frv., Snjáfjallavisur hinar siðari: »Far niður fýla, fjandans limur
og Grýla« o. s. frv., Uuibót eða Friðarhuggun: »Minn guð eg syng þér
sætlegt lof« o. s. frv.

3) Um dráp Gaskóna, hefir Jón samið sérstaka ritgjörð »Dráp
Spán-verja í Æðey 1615«, sem nú er prentuð í Fjallkonunni IX. 1892, 103
—151. Titillinn er »Sönn frásaga af spanskra skipbrotum hér við land
anno 1615«. Hdrs. J. S. 533-4°; hdrs. Bmf. Kmh. 37-8°.

3) Sagt er að prestur hafi áminnt Jón að hætta göldrum, en hann
hlýddi því ekki; þá bannfærði síra Guðmundur Jóu í messu á
Staðar-stað, þá var Jón á Sandi, en í sama augnabliki, sem Jón var
bann-færður á Staðarstað, fann hann undarlegan titring í líkamanum og
mælti »nú minnist prófastur mín í dag« og eptir það friðmæltist hann
við síra Guðmund.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0087.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free