- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
76

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

76

heföi hann veikt hana með fjölkyngi; lét Ólafur þá stefna
þeim feðgum og bar á Jón galdra, Guðmundur missti brauðið,
en Jón var dæmdur útlægur 1631.1 Flýði Jón
Guömunds-son nú af Suðurlandi og komst eptir mikia hrakninga norður
á Langanes og svo þaðan á Hérað; segir hann að Bjarni
sýslumaður Oddsson og síra Ólafur Einarsson hafi tekið sér vel
og verið sér góðir, en þá fréttist suður, hvar hann var niður
kominn og þá byrjuðu ofsóknirnar aptur og segist hann þá
hafa orðið að flýja í útsker.2 Síðan komst Jón í kaupskip
og fór til Kaupmannahafnar og segist hann þá hafa verið 63
ára gamall; í Höfn tók ekki betra við, þar var hann settur
í bönd og varpað í dýflissu, en þá tók Ole Worm hann að
sér, vildi hann fræðast af Jóni um rúnir og frelsaði hann úr
varðhaldi; var nú ákveðið að rannsaka skyldi mál hans að
nýju og var Jón fluttur aptur heim til Islands, en var þar
enn á ný á alþingi dæmdur útlægur; Danir vildu ekki flvtja

’) Árið 1635, ]. júlí tvsir Jens Söffrinsson útlegð Jóns á alþingi og
»skikkaði að hann skyldi fangast og flytjast sýslumanni eða til
Bessa-staða. hvar helzt sem hann kynni nást, svo framt þeir ekki sjálfir
vildu standa til rétta». Lögþb. 1635, nr. 7. þeir sem ritað hafa um
æfi Jóns lærða, munu fiestir eða ailir hafa haft fyrir sér æfidrápu hans
(Fjölmóð). eigi lengri en 246 erindi. því þar bættir drápan í miðju kafi
í flestum handritum. þegar hann er dæmdur útlægur í fyrra skipti (svo
er t. d. í handritum þorvaldar Sivertsens og Jóns Árnasonar); sést
því ekki á æfiágripunum. hvað af Jóni hefir orðið árin 1631—36, en í
hdrs. J. S. nr. 92. fol. er afskript Jóns Sigurðssonar af drápunni (því
nær) allri og »restans eða rófan« aptan við; þar sést hvað drifið hefir
á daga Jóns þessi ár. Sömuleiðis drápan öll Lbs. 170-8°

2) Jón lærði segir í Fjölmóð: »voru enn bjargráð bönnuð allvíða
og hvergi fritt hér á landi. varð þá í útsker eitt að snauta« ....
»Boð vildu senda svo bana eg fengi, reykr rógsmanna rauk úr
fylgsn-um. fáir mér þá fundust fullvel trúir«. Að Jón hafi flúið í útsker,
kemur saman við lvsingu Hofssóknar í Yopnaflrði 1840, þar er talað
um Bjarney norðaustur af Fagradalsfjalli í Vopnafirði. hún er skammt
frá landi 25—30 dagsláttur að stærð, 6 hdr. að dyrleika að fornu.
Hofs-kirkja á eyna. Hún er óbyggð, en sjómenn liggja þar á vorin til
há-karlaveiða og er skáli til þess gjör. Hér var Jón lærði í 3 ár og hefir
hann markað ártalið á klöpp í eynni 1632 og 1635. Mælt er að hellir
sé undir eynni. og er sigið fyrir munna hans að mestu. Gullborg
heitir klettur á eynni. Hdrs. Bmf. Kmh. 18. fol.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0088.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free