- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
77

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

77

hann burt og hrökklaðist Jón þá aptur austur í Múlasýslur.
Eptir að Brynjólfur biskup Sveinsson komst til valda 1639
var Jón óhultur, þvi biskup var skjól Jóns og athvarf upp
frá því; það er auðséð á mörgu, að Brynjólfi biskupi hafa
geðjazt rit Jóns og hefir biskup beðið hann að skrifa sumt,
auk þess var Brynjólfur undir niðri æði pápiskur i anda
eins og Jón. Jón Guðmundsson naut þess, að lærðir
höfð-ingjar kunnu að meta rit hans og fróðleik, annars hefði hann
eflaust verið brenndur eða hengdur, margir létu í þá daga
lífið fyrir galdragrun, sem minna höfðu til saka unnið en Jón
lærði. Þegar Ólafur Pétursson hafði misst völd og gengi,1
fékk Guðmundur Jónsson aptur prestskap og varð prestur á
Hjaltastað.2 Jón Guðmundsson var það sem eptir var
æf-innar á Uthéraði, liklega optast i Dalakoti og
Gagnstaðahjá-leigu; þar eystra ritaði hann í elli sinni flest rit þau, er
eptir hann liggja.3 Dauðaár Jóns vita menn ei með vissu,
líklega hefir hann dáið 1650 (sumir segja 1654, sumir 1658).4
Kona Jóns lærða hét Þuríður Þorleifsdóttir, hún var
hjá-trúarfull eins og maður hennar og talin mjög fjöikunnug; sira

Um það kveður Jón í æfidrápu: var Náttúlfur naður hinn
falski, sá stórþjófur strokinn úr landi, hafði hann svikið af sínum
herr-um, fjörutíu hundruð fullra dala«. Hdrs. J. S. 92. fol.

5) Konungsbréf um þá feðga 14. maí 1637. Magnús Ketilsson:
For-ordninger og aabne Breve II. bls. 408—410. í prestatali Sveins
Níels-sonar, bls. 12 segir, að Guðmundur Jónsson hafi verið vigður 1633, en
það er skakkt. af honum var dæmdur prestskapur 13. maí 1630 á
Kálfatjörn, sbr. Alþingisbók 1637. nr. 3.

3) Um æfi Jóns Guðmundssonar: Árb. Espólíns, Hist. eccles. Isl.
III. bls. 590—593. íslenzkar þjóðsögur, formáli bls. 10—18.
Sýslu-mannaæfir II. bls 215—18. þáttur Jóns lærða Guðmundssonar eptir
Gísla Konráðsson, hdrs. J. S. 291-4°. Alþingisbókin 1637, nr. 2.
Reflex-iones Joh. Thorchillii de persona, vita, familia et scripto Jons málara
vel lærða de quibusdam naturalibus Islandiæ, Ny kgl. Saml. 1275. fol.,
eru ómerkilegar. Ýmislegt mun vera athugavert í æfiágripunum, og
væri eigi vanþörf á, að ritað væri ítarlega am Jón lærða.

4) Jón frá Grunnavík segir, að Jón lærði hafi lifað þangað til 1663,
en það er ósennilegt. Brynjólfur Sveinsson segir 1649 í bréfi til Ola
Worms. að Jón Guðmundsson sé nú sér og öðrum gagnslaus, félaus og
farlama á útkjálka. Ep. Wormii, II. bls. 1050.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0089.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free