- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
79

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

79

skilja hismið frá hveitinu, og aðeins litu á hjátrú hans,
at-ferli og lifnað, sem ekki var eptirbreytnisverður, þó þeir
skoðuðu hann sem nokkurskonar Sölva Helgason, sem
flakk-aði um og útbreiddi hjátrú og lausung. Nú er svo langt
liðið frá, að það er hægt að meta kosti Jóns og bresti. og
svo mikið er víst, að rit hans sýna eins og skuggsjá líf og
hugsunarhátt þessarar einkennilegu aldar, hinn margbrotna
fróðleik og hið andlega ringl. Ritgjörðir Jóns lærða féllu
al-þýðu vel i geð, Jón blandar saman fróðleikskornum og
hjá-trúarsögum, fróðleikurinn kemur fram eins og einhver
töfra-speki, það fer hrollur um menn, er þeir lesa um öll þau
undur, er náttúran hylur i skauti sínu; ófróð alþýða fann í
ritum Jóns lærða sínar eigin óljósu hugmyndir settar i letur,
hin dauða náttúra er öll kvik og lifandi, álfar og vættir
gægj-ast út úr hverjum steini, allstaðar er óvinátta og
fjand-skapur gegn þeim, sem eigi sjálfir geta notað töfrakrapta
náttúrunnar til að verja sig. Jón veitir mönnum tvennt, sem
þeir samkvæmt aldarandanum þóttust þurfa, þekkingu á
nátt-úrinni, eins og menn hugsa sér hana þá, og varnarmeðöl
móti hinum sýnilega umheimi og hinum ósýnilega andaheimi,
töfralækningar og særingar; það var því ekki undarlegt þó
Jón lærði væri í miklum metum hjá óbreyttri alþýðu. Rit
Jóns lærða höfðu mikil áhrif á alþýðufólk og áttu siðar
mik-inn þátt í því að halda við hjátrú og hindurvitnum;
ritgjörð-irnar breiddust út um allt land í ótal afskriptum; opt er illt
í handritum að sjá hvað saman á, þvi mörgum ritum hans
hefir verið sundrað og bætt inn í og hinir einstöku hlutar
skeyttir saman á ýmsan hátt, það er því opt örðugt að sjá í
handritunum, hvað er eptir Jón lærða og hvað eptir aðra.

Merkasta ritið eptir Jón Guðmundsson er rit hans »Um
Islands aðskiljanlegar náttúrur«; það er hin fyrsta tilraun til
þess að skrifa náttúrusögu Islands og er þó mest um hvali.
Fyrst talar Jón lærði um hinn mikla jarðhita á íslandi, er
komi fram í eldfjöllum fyrir Reykjanesi, undir jöklum og i
Heklu; nálægt Heklu segir hann að 1636 hafi fundizt
silfur-nám, hafi silfrið verið flutt til Hafnar og reynzt gott, þetta
hefir hann eptir dönskum stýrimanni. Þvi næst talar hann

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0091.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free