- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
80

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

80

um fornmenn og forneskju þeirra; hinir merkustu þeirra

r

voru Bárður Snæfellsás, Hátnundur i Hámundarhelli, Armann

t r

\ Armannsfelli, Bergþór i Bláfelli og Skeggávaldi, er fann
Ara-da-1; þeir kunnu Dofralistir og bjuggu helzt á leynistöðum til
fjalla, til þess aö komast hjá árásum og öfund íbúanna,
ann-ars hefðu þeir ekki haft frið með náttúrusteina, silfurmálma,
vínber, ölkeldur og annað, er þeir fundu í jörðu; nú segir
hann Islendingar sinni þvi ekki, þó nóg sé i jörðu af silfri,
kopar, blýi, kvikasilfri, járni og brennisteini. Gerir Jón mikið
úr því, hve hér á landi sé mikið af málmum, einkum telur
hann silfursand1 mjög algengan t. d. við Reykjarfjörð á
Ströndum, í Mókollsdal, í Skarðsheiði syðri og viðar. I
Múlasýslu segir hann að líka séu viða málmar, en djúpt sé
á þeim, segist eitt sinn hafa fundið eirberg og fengið það
dönskum kaupmanni og bætir svo við »en í Danska og
djúp-hafið er eins að safna, með því má öllum gagnsemdum
glata«. Indriði smiður Jónsson úr Selvogi sagði á
Bessa-stöðum, að hann hefði fundið íslenzkan burís, eins góðan að
kveikja með silfur eins og hinn bezta útlenzka, og saltpétur
sagði hann væri nógur í Krísuvíkurfjöllum og hefði fyrr verið
seldur Hollenzkum. Jón segir, að saltpétur komi nógur fram
á Þeistareykjum nyrðra, í sólskini á sumrum »og vita þetta
Danir, þó í djúp þeirra sökkvi sem fleira«; steinkol segir
hann séu í Svínadal í Hvammssveit og viðar. »Hvar sem nú
er allt þetta áðurgreint i landinu, þá vantar ekki til utan
meist-ara þekkingarinnar og reynsluna eða ransak landsins«.
Ný-lega segir Jón að hið auðveldasta silfurnám sé nýfundið í
Kálfafellsfjalli í Hornafirði af fátækum bónda Indriða að
nafni.

Næsti kafli er um íslands þangávexti; talar Jón þar um
söl, þang og Guðmundargrös, slafak, maríuþang eða brimsöl
o. fl. Þang segir hann sé gott »til að fægja og hreinsa menn
innan af kviðsótt og búkveiki og öllu slími«. Annað þang er

’) það er auðséð, að Jón Guðmundsson hefir víða séð
brennisteins-kis, sem algengt er hér á landi, og heíir haldið, sem ófróðir
alþýðu-menn enn, að í því væri silfur eða gull.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0092.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free