- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
81

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

81

kallað hrossaþang, það nota menn til eldiviðar i Ey,jum
(Vest-mannaeyjum) og á Suðurnesjum. Slafak segir hann megi baka
milli heitra hellna og láta svo slafakskökurnar i heita mjólk.
og sé þaö gott mót svefnleysi. Söl kveður hann hentug til
margs, bæði útvortis og innvortis, »einkum þau rauðu söltu,
en þau gulu, sem í vatnsblendingi vaxa, eru mikið sætari.
Guðmundargrös eru lifrauð og miklu betri en heiðargrös*.
Enn fremur getur Jón þess, að menn hafi dregið upp á 4 eða
5 faðma dýpi rótarlausa þöngla. »sem fuglakyn lítið hefir út
úr vaxið«. »Hrossaþönglar eru sem skógur 1 sjónum, en
laufin út úr þeim heita kerlingareyru; þá köllum vér bjöllur,
en laufavöxtinn upp úr kjarna*. »Eitt kyn þangs er hvítt og
létt með laufunum sem lín. og svo sem prjónað eða ofið sé«.
»Sjáfargrunn er marglitað líka sem stórsteinaT og jarðklettar
á landi, eður sem mosi afskafinn, sá litur er af meisturum
nýtandi, bæöi er hann hvítur, grár og gulgrænn með
svört-um dröfnum sem heyló eða móafuglar. Regn áttanna meö
verma eður kælu umbreyta þeirra litum meö bergsins náttúru:
halafiskur (smokkfiskur) og önnur smákyn, einnig eitruö, taka
iit eptir grunni«.

Þá kemur kafli um eyjar kringum ísland, þar talar hann
aðeins um fjarlægar evjar, er dylgjusögur ýmsar liafa gengiö
um. Gunnbjarnarsker segir hann séu 6 eyjar, allar stórar,
út-norður af ísafjarðardjúpi; þar hafi hollenzkur maður nýlega
komið og séö 2 kirkjur. »Sé siglt austur fyrir Tsland, er það
djúpa haf fyrst nokkra stund, sem svarar Hornstranda parti, þá
tekur til hafgrunnið stóra, sem land er horfið, það gengur
fram allt í Hafsbotna og er leirgrunn, 4 eða 5 faðma djúp á;
þar stendur hafís löngum og gerir hafið ísfast. Þegar norðar
kemur, gagnvart Skagafjarðar og Fljótafjalla parti, þá kemur
enti djúpt haf að Grímseyjar grunnum og Kolbeinsey. Þeir
gömlu reikna dægur sigling frá Kolbeinsey til óbyggða í
Hafs-botnum, þá eru Hafálar og sá fuglaklettur, þeir kalla
Hvít-serk, svo austur að Ægisey.jum, sem í hafinu liggja gagnvart
Langanesi eður Héraðsflóa parti, þær eru og mjög stórar; á
sama striki þar frarn undan i hafinu liggur Ægisland. er þeir
gömlu kölluðu Svalbarð í Hafsbotni, þangað eins langt og til

6

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0093.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free