- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
82

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

82

Færeyja héðan«. Ægisland segir Jón Guðmundsson sé stórt
og frostalítið, Enskir kalli það Prestey, en Danir og
Hollend-ingar Egerland; land þetta er allt skógi vaxið, með sætum
vatnsbrunnum, en ei stórum straumvötnum, þar er fullt af
hreindýrum og geitum og hafrar með 4—6 hornum, líka
elgs-dýr í fjalldala landskógum; hafnir eru þar góðar og
veiði-skapur nógur, »sá partur sléttur, sem hingað til vesturs
horfir og einn fjörður upp í«. »Fjöllin og hábjörg landsins
horfa í það djúpa meginhaf milh Spissbergs og óbyggða, sem
er Norðhvalaland, því kölluöu þeir gömlu það Svalbarð«.
Jón segir að Hollendingar hafi fyrst fundið Ægisland 1630,
»þar segist sá danski Jurgin hafa dvalið fullar 5 vikur 1635«.
Frísland er langt suður í hafi, þaðan er skemmst frá
Reykja-nesi. »Frá Eldeyjum og Geirfuglaskeri grynnra og nyrðra
skal telja 7 smásker og sést hvert, frá öðru á sömu rein, rétt
i haf frá Reykjanesi; þá kemur evjaþústur, sem minn
stýri-maður Reinoldt sagðist ekki kannað hafa, en það betra og
syðra Geirfuglasker liggur til suðurs, jafn íangt þangað sem til
lands frá nyrðra skeri upp á Reykjanes, sem vera skal hinn
bezti vertíðarhólmi og góðar lendingar, en vestur frá
Geir-fuglaskeri skulu standa fuglastapar allt að þeim tveim
eyjun-um, sem Engelskir segja þar liggja, sem jökull er upp i allt
að grösum; síðan tekur enn til djúpa hafið fvrir Jökli og
Breiðafjarðarflóa allt vestur að Krosseyjum«. Krosseyjar i
landsuður frá Rauðasandi eru 4, þrjár lágar, en hin vestasta
mjög há; þar segir Jón að séu hafnir og miklar fjörur og
blágráir sandar, þar fylltu Englendingar sekki sína með
fljót-andi æðardún, er með stórstraumum rak út af söndunum. »í*ar
er vigraselur sem krap, nægð látursela. fugls og grass, þar
kemur aldrei hafís, varla vetur«. »Látraröst gengur langt i
norðvesturhaf á landsbrún að fuglaskeri einu, segja Engelskir,
en annað miklu minna og grunnt fvrir þeim fjörðum®. Aptan
við þessar eyjalýsingar úr norðurhafinu kemur þessi klausa:
»um hafskrimsl skrifa eg ekki, þvi eg hefi ekki af þeim lesið
margt, en allmörg hefi eg séð, þar til þau hurfu fyrir oss
felliveturinn hinn mikla, sem var Anno 1602«.

Næsti kafli er um hvalfiskakyn i Islandshöfum. Þessi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0094.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free