- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
83

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

83

kafli er meö tvennu móti i handritunum, sumstaðar er stutt
skrá yfir hvali og lítið sagt um hverja tegund, sumstaðar
(viðast) er aptur langt mál um hvern hval og myndir af
þeim. Þessum hvalaþáttum ber ekki saman, segir sinn hvað
um hvalina og er önnur röð á þeim og önnur nöfn. Líklegt
er að í fyrstu haii Jón lærði ritað hið stutta hvalatal og hefir
það upprunalega verið kafli úr ritinu »um íslands
aðskiljan-legar náttúrur«, en seinna hefir Jón ritað aðra ritgjörð fyllri
um sama efni og svo hefir henni i allflestum handritum verið
skotið inn, í stað hinnar eldri skrár1. Hvalaritgjörð Jóns
málara hin stærri hefir átt mestum byr að fagna hjá alþýðu,
hún hefir ótal sinnum verió skrifuð upp, bæði með aðalritinu
og sérstök. I hinni stvttri skrá telur Jón þessa 27 hvali:
hnýðingur, höfrungur. svínhvalur, andarnefja, Hrafnreiður,
há-hyrningur, hvitingur, sildreki, búrhvalur eða nauthvalur,
sand-lægja, sléttbakur, slettiblaka, geirreiður, hafurkylli, hrosshvalur,
rauökembingur, náhvalur, skeljungur, norðhvalur, steypireiður,
hafgúa, rosmhvalur, meyfiskur, hafsvelgur, lyngbakur,
hnúfu-bakur. hafurketti. Það sem Jón segir um hvali þessa, er
nærri allt tekið úr Konungsskuggsjá, þó hefir hann ritað þetta
eptir minni eða vondu handriti, því hann misskilur
Konungs-skuggsjá sumstaðar og gerir stundum tvo hvali úr einum;
hafurkylli og hafurketti er hið sama, hafgúa og hafsvelgur
er líka sami hvalurinn. Urn hafgúuna segir hann aðeins
»haf-gúan, er mig bítur mest i augu frá að segja« og ekki meir;
Kgssks. segir meðal annars um þennan hval: »er mér vex
heldur í augu frá að segja«; ropana hina miklu, er Kgssks.
segir að hafgúan »gefi or hálsi sér«, heimfærir Jón upp á
hafsvelginn.

í hinum meiri hvalaþætti bætir Jón fleiru við frá eigin
brjósti; hefir hann þá verið búinn að safna saman fleiri sjó-

r

mannasögutn um hvalina. A Breiðafirði heyrðust til skamms
tíma ýmsar líkar frásagnir um hvali og hefir Jón ef til vill haft
þær þaðan. auk þess var hann í svo miklum kunningsskap við

’) í Stokkhólmshandritinu er stutta skráin fyrst og þá kemur strax
á eptir lengri ritgjörðin og heitir: »Annað skrif Jóns G. s. málara um
hvalfiskakinin í íslands og Grænlandshöfum. sem menn hafa kinning af«.

6*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0095.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free