- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
84

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Gaskóna, að hann hefir líklega eitthvað fræðzt af þeim. Fyrst
talar Jón Guðmundsson um rýnir eða beinhákarl og segir, að úr
honum fáist 12 tunnur lifrar og úr lifrinni 6—7 tunnur lýsis,
»-kallast rýnir af því að hann leggst aptur undir skip og rýnir
svo eptir því, þar til honum er fiskur gefinn; fyrr sprengir
hann menn í undanróðri en hann inæðist; hafi menn ekki
fisk til að gefa honum, þá er skárst að liggja kvrr þar til hann
hefir fullsníkt og gefa honum þá trékefli eða kepp sinn.
Hans bakbarð eður horn er sverði líkt, til að sundurkljúfa
skip ef hann vill illur vera, en hann er ekki þar til hneigður
jafnaðarlega«. Pá nefnir Jón selahnýsu eða selakong, aðra
hnýsu með horn á baki, háhyrning eða barbera, skjaldhval
með hvítgula skjöldu á báðum vöngum, þá vagnhveli, sem
menn rekaá land í Færeyjum (segir i sumum handritum); segist
Jón 1607 hafa verið staddur í Bjarneyjum og þekkti hann
einn þessa hvali og lét reka á land 40 í einu »var rétti
rænt-ur sem optar, evjagálar kölluðu fyrst haftröll og grýttu þá úr
fjörunni fram aptur undir vor skip fáein, sem með mér voru,
en ræntu oss rétti síðar. Fjórir menn góðir til róðurs ráða
við þá«. Þá nefnir Jón tvennskonar hnýðinga og hvíting,
sem á að vera hið sama og mjaldur. Um mjaldur er Jón
alllangorður, segir hann sé langrækinn og segir sögu því til
sönnunar. Mjaldur kotn eitt sinn upp hjá skipi, einn af
há-setunum barði hvalinn með barefli, menn sögðu honum að
hann mætti vonast eptir að hefndir kæmu fyrir; maðurinn
var ráðþægur, fór til fjallabvggða og kom eigi að sjó í 18 ár,
hélt að nú mundi mjaldur dauður og réri þá á sama mið,
en mjaldur kom þá í sömu svipan upp hjá skipinu og greip
hann einan af bátnutn og sást hann aldrei síðan. Segir Jón
að af þessu og þvílíku sé dregið algengt máltæki uni
lang-rækna menn, »að sá geymi hugmóðinn sem mjaldurinn«.
Þar næst talar Jón um andarnefju eða hrefnu og svinhval,
og um verkun andarnefjulýsis á menn og skepnur; segir hann
að feiti andarnefju og svínhvals fari gegnum heitt mannshold,
og aldrei verði hún þrá, hvað leingi sem hún er geymd.
»Svínhvalstennur eru beztar til tannsmíðis, betri en
rostungs-tennur«; búrhveli, sem sumir kalla nauthval, af því hann

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0096.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free