- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
86

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

86

lengur hangir og skal aldrei sjóða, sléttbakakynin hafa engan
merg í beinum. Spenar, gotrauf og svo pintill á sléttbakinum
eru svo klien sem á kvígum vorum eða ungum törfum, og
kvarnirnar í þeirra höfðum ekki stærri en sauðarvala, en
skapningar á reiðarfiskum er hvorutveggja for stórt og svo
kvarnirnar«. Um síldreka eða fiskreka segir Jón Guðmundsson.
að af þeim megi rista »hin beztu leðurreipi, bæði mjúk og
lang-vinn«; þá telur hann hrafnreiður, geirreiður, stevpireiður,
hafurketti og rostung. Um hafurketti segir Jón eins og
Konungsskuggsjá, að sá hvalur hafi nytju sem búfé, en bætir
svo við. að hann sé »mjög fagur ásýndar bæði á búk og
bæxlum, með hvítu rósaverki og margbreytilegum
hagalstjörn-um og kvíslum og svo með þráðum á milli. því að eg
skoð-aði þetta að honum uppskornum«. Rostung lýsir Jón nokkuð
og segir. að þegar hvitabjörn og rostungur hittist verði þeir
hvor annars bani. »Svarðreipi, sem rist er af gömlum
rost-ungi, skal halda 60 manna afli. Hann er skaðlegur, ef menn
ganga aptan að honum, en óhættur framan til; er svo hægt
hann að vinna, að kasta saur á tenn hans, eður blóðga nasir,
en mjög er hann lífsterkur«. Að lokum talar Jón lærði um
ýmsa almenna eiginlegleika hvalanna; hann segir að eins og
hvalirnir hafi stærð fram vfir aðra sjófiska. eins hafa þeir og
»mikil vísindi fram yfir þá, svo fáir mundu því trúa«. Um
steypireiður segir hann, að hún verji skip fyrir illhvelum; úr
henni segir hann að fáist hvalsauki eda hvalambur, sem sé
bezta læknislyf við augnveiki, líkþrá og flestum öðrum
sjúk-dómum. Þegar hvalir í júnímánuði eru á landsbrún eða ofar
fvrir ísum, segir Jón að hvalambur reki frá þeim, »þegar
það kemur af góðhvölum er það hvítt sem hveiti, á sjónum
fljótandi utan, hvert korn þar í aflangt, síðan veltir
vindbár-an þvi saman og skekur 1 smá böggla svo sem þá mjólk
er borin i litlu keraldi, en það hæfir aldrei langar hleinar
eóur útnes, heldur hefur það sig inn í landið sem lengst,
upp-leitandi víkur, lækjarósa, sem lygnir eru, og smeltir sig sjálft
og herðir aptur eptir tíðum daganna«. Jón segir enn fremur
sögu um Olaf bónda i Æðey á dögum Björns Jórsalafara;
hann var bezti hvalaskutlari og hin síðustu 15 ár hans færði

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0098.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free