- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
87

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

87

hin sama reiður honum kálf sinn vaxinn á hverju sumri,
»hann hafði markað með gati gegnum hornið og vildi henni
ekki granda, því hann sagði sama ár mundi sins lífs endi
og hennar, sem og skeði, hún var óviljandi fyrir. er hann
viidi kálfinn hæfa«. »Guðrún dóttir (Jlafs var móðir
Þor-móðs yngsta Salómonssonar, sem var faðir Hákonar
föður-föður míns« segir Jón Guðmundsson. Seinast í
hvalaþætt-inum er ýmislegt lögfræðislegs efnis um hvalreka1.

I næsta kafla telur Jón Guðmundsson selakyn við lslnnd:
i þvi efni eru skrárnar í ýmsum handritum einnig
mismun-andi, í hinum elztu handritum eru þessi selanöfn talin:
sela-kongur eða skemmingur, norðselakyn eður láturselur, er menn
líka kalla norung »hann kæpir um sauðburð hér við land«,
vigraselur »kæpir nærri inngöngu adventutímans, hans kópur
má aldrei i sjó koma fyrr en hanti er úr öllum hárum«,
blöðruselur »villist hér til lands og þó sjaldan«, útselur,
ísa-selur eða vöðuselur. granselur »hið allrastærsta selakyn,
vill-ist af hafi, er nær sem hákarl að lengd, mjög sjaldséður«.
Því næst getur Jón málari um hafísinn og segir. að honum
fylgi hvít dýr, hvitir birnir, hvítir fálkar og refar.
hvítflekk-óttir hrafnar og hvít örn, er eitt sinn hafi átt hreiður i
Horn-bjargi. Þá talar hann um hvitabirni og segir ýmislegt um
þá, um hýði þeirra o. fl. Því næst talar Jón um íslenzka
fiska og telur flestar algengar fiskategundir og lýsir nokkuð
nákvæmar ýmsum fágætum fiskum t. d. blágómu, vogmeri,
hámús, karfa og guðlaxi.

Næsti kafli er um fiörukindur, þar lýsir hann allvei
brim-búti og öngum þeim, er hann skýtur út úr sér. og segir
ýmis-legt um líf þess dýrs og bætir við »þetta var prófað hjá þeim
falska2 á Bessastöðum«. Þá talar hann um halafisk eða
smokkfisk o. fl. Þá kemur þessi grein um fiska: »norska fiska

’) það væri gott verkefni í væna ritgjörð fyrir einhvern fróðan
mann. að lýsa íslenzkum hvölum eptir því, er menn nú vita, og skoða
um leið nákvæmlega allar islenzkar hvala og skrímslasögur. Hér
yrði allt of langt mál að fara nánar út í það efni.
J) Hér er átt við Ólaf Pétursson umboðsmann.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0099.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free